Fréttir

Vinaleið kynnt í Glerárkirkju

Fimmtudaginn 25.ágúst kl.17:30 ¿ 19:00 segir Þórdís Ásgeirsdóttir kennari og djákni í Mosfellsbæ frá verkefninu ,,Vinaleið" í Varmárskóla og Lágafellsskóla.Í kynningu Þórdísar segir m.

Mælt með Óskari og Sólveigu Höllu

Valnefnd í Akureyrarprestakalli ákvað á fundi sínum 16.ágúst s.l.að leggja til að séra Óskari Hafsteini Óskarssyni og Sólveigu Höllu Kristjánsdóttur guðfræðingi verði veitt embætti presta við Akureyrarkirkju sem auglýst voru nýlega.

Dagur kærleiksþjónustunnar

Á sunnudaginn er dagur kærleiksþjónustunnar.Þá verður kvöldmessa í Akureyrarkirkju klukkan 20.30 þar sem Valgerður Valgarðsdóttir, djákni við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, predikar.

Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju og á Seli

Klukkan 11 sunnudaginn 14.ágúst verður guðsþjónusta í Akureyrarkirkju.Séra Svavar A.Jónsson þjónar en organisti er Eyþór Ingi Jónsson.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.

Kór Áskirkju á Sumartónleikum

Kór Áskirkju syngur á Sumartónleikum sunnudaginn 31.júlí, en það verða síðustu sumartónleikarnir á þessu sumri.Stjórnandi er Kári Þormar.Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson leika á Sumartónleikum

Íslensk ættjarðarlög í nýju ljósi Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson leika íslensk ættjarðarlög í eigin útsetninum, en þar gegnir spuni stórtu hlutverki.Á efnisskránni eru hefðbundin ættjarðarlög á borð við "Land míns föður" eftir Þórarin Guðmundsson, "Hver á sér fegra föðurland" eftir Emil Thoroddsen og þjóðsöng Íslendinga eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson.

Hymnodia syngur á Sumartónleikum

Þriðju tónleikar Sumartónleika í Akureyrarkirkju verða haldnir sunnudaginn 17.júlí, kl.17 Flytjendur að þessu sinni verða; Hymnodia ¿ Kammerkór Akureyrarkirkju stjórnandi: Eyþór Ingi Jónsson Á efnisskrá verða kórverk eftir : Arvo Pärt, Jaakko Mäntyjärv, Josquin Despréz, Pierre Attaingnant, Thomas Jennefelt, Heinrich Poo, Sergej Rachmaninov, Marco Antonio Ingegneri, Jakob Tryggvason og Davíð Brynjar Franzson.

Mattias Wager á Sumartónleikum í Akureyrarkirkju

Sænski spunasnillingurinn Mattias Wager leikur á orgel Akureyrarkirkju á Sumartónleikum sunnudaginn 10.júlí kl.17.Á efnisskránni eru verk eftir J.H.Roman, Ad Hammes, W.A.Mozart, O.

Fyrsta tónleikaröð Sumartónleika í Akureyrarkirkju

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju hefjast sunnudaginn 3.júlí kl.17 Það eru góðir gestir sem sækja okkur heim, trompetleikararnir Ásgeir Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson og orgelleikarinn Hörður Áskelsson.

Áhugaverðir tenglar

Vakin er athygli á því að með því að smella á hnappinn "Tenglar" hér til vinstri má með lítilli fyrirhöfn skoða ýmsar athyglisverðar vefsíður sem tengjast kirkju og söfnuðum.