Fréttir

Vorferð eldri borgara fimmtudaginn 1. maí

Vorferð eldri borgara við Akureyrarkirkju verður fimmtudaginn 1.maí.  Farið verður í Svarfaðardal.Ekið um dalinn, Fuglasafnið á Húsabakka heimsótt og þar verður einnig drukkið kaffi.

Aðalsafnaðarfundur Akureyrarsóknar

Aðalsafnaðarfundur Akureyrarsóknar verður haldinn í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju mánudaginn 28.apríl kl.19:30.  Dagskrá fundarins: 1.Gerð grein fyrir starfsemi og rekstrisóknarinnar á liðnu starfsári.

Sunnudagur 27. apríl

Fjölskylduguðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl.11.00, lokahátíð barnastarfsins.Umsjón sr.Sunna Dóra Möller og Hjalti Jónsson.Barnakór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Sigríðar Huldu Arnardóttur.

Sumardagurinn fyrsti, 24. apríl

Skátamessa í Akureyrarkirkju kl.11.00.Prestur er sr.Svavar Alfreð Jónsson.Ólöf Jónasdóttir félagsforingi Skátafélagsins Klakks flytur hugleiðingu.

Nýtt Safnaðarblað Akureyrarkirkju

Nýtt Safnaðarblað Akureyrarkirkju kom út þann 9.apríl síðastliðinn.Smelltu hér til að sjá það.

Akureyrarkirkju um páska

Skírdagur Kyrrðar- og fyrirbænastund í Akureyrarkirkju kl.12.00.Föstudagurinn langi Kyrrðarstund við krossinn í Akureyrarkirkju kl.21.00.Prestur er sr.Svavar Alfreð Jónsson.

Akureyrarkirkja 11.-13. apríl

Föstudagur 11.apríl Æfing fermingarbarna í kapellu kl.15.00 (þau sem fermast 12.apríl).Æfing fermingarbarna í kapellu kl.16.00 (þau sem fermast 13.apríl).Laugardagur 12.apríl Fermingarmessa í Akureyrarkirkju kl.

Tónleikar Stúlknakórs Akureyrarkirkju

Fimmtudaginn 10.apríl kl.20:00 verða tónleikar Stúlknakórsins í Akureyrarkirkju.Þar mun kórinn syngja ýmis lög sem æfð hafa verið í vetur, íslensk og erlend, ný og gömul.

Opið hús hjá Samhygð

Opið hús hjá Samhygð, samtökum um sorg og sorgarviðbrögð í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju fimmtudaginn 10.apríl kl.20:00.  Sigrún Kjartansdóttir aðstandandi verður með erindið „Að missa maka og lifa án hans“.

Kaffitónleikar Kórs Akureyrarkirkju

Næstkomandi sunnudag 6.apríl heldur Kór Akureyrarkirkju kaffitónleika í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju og hefjast þeir strax að messu lokinni eða kl.15.00.Á efnisskránni eru fjölbreytt söngatriði, létt og skemmtileg íslensk og erlend lög.