Helgihald

Sunnudagaskólinn: 
Sunnudagaskóli Akureyrarkirkju er alla sunnudaga yfir veturinn í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju kl. 11.00. Einn sunnudag í mánuði er svo fjölskyldumessa og er þá sunnudagaskólinn hluti af henni og fer messan fram í kirkjunni. Sunnudagaskólinn er uppbyggileg samvera fyrir foreldra, ömmur og afa, frænkur og frændur og börn á öllum aldri. Sagðar eru biblíusögur, brúðleikrit og mikill söngur og gleði. 

Almennar guðsþjónustur
Hinar almennu sunnudagsguðsþjónustur eru yfirleitt kl. 11.00. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja í messunum og leiða almennan söng. Stundum syngur kórinn allur fyrir okkur.

Kyrrðar- og fyrirbænastundir
Kyrrðar- og fyrirbænastundir fara fram í hádeginu á fimmtudögum í kirkjunni eða kapellu. Stundirnar hefjast með orgelleik kl. 12.00 og þeim lýkur fyrir kl. 12.30. Fyrirbænaefni eru skráð í sérstaka bók og má koma þeim til presta. Eftir stundina er hægt að kaupa sér einfalda máltíð í Safnaðarheimilinu. Kyrrðar- og fyrirbænastundirnar eru í viku hverri og er miðað við að fólk geti verið mætt til vinnu sinnar eigi síðar en kl. 13.00.

Æðruleysismessur
Æðruleysismessurnar draga heiti sitt af æðruleysisbæninni, sem margir þekkja. Æðruleysismessurnar eru á kvöldin í 3-5 skipti yfir vetrartímann. Allir eru hjartanlega velkomnir! Eftir messurnar er heitt á könnunni í Safnaðarheimilinu.