Trúarleg þjónusta á SAk

Á Sjúkrahúsinu á Akureyri er gefinn kostur á trúarlegri þjónustu.

Sjúkrahúsprestur sinnir andlegri og trúarlegri þjónustu við sjúklinga, aðstandendur og starfsmenn SAk.  Starfið felst í sálgæslu, bænastundum, helgihaldi, stuðningsviðtölum og fræðslu.

Prestur hefur samstarf við presta Akureyrarkirkju svo og aðra presta og forstöðumenn safnaða og getur haft milligöngu sé þess óskað.

Ef þú vilt ná sambandi við sjúkrahúsprest, hafðu þá vinsamlega samband við starfsmann á deildinni þinni, sem getur náð sambandi fyrir þig eða hringdu í skiptiborð SAk: 463-0100 eða í síma 860-0545.

Skrifstofa trúarlegrar þjónustu er á fyrstu hæð, inn af kapellu.  Kapellan er alltaf opin öllum sem þangað vilja leita kyrrðar, til bænar og íhugunar.  Fyrirbænarefni má skrá í fyrirbænabók sem liggur á altarinu, eða koma beint til prests eða djákna.

Helgihald á SAk ( sept - maí )

Kapella SAk :
Fyrirbænastund er miðvikudaga í kapellu kl. 11.15.

Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér,
vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki, þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
( H. P )