Fréttir

Nýir prestar settir inn í embætti á sunnudag

Við messu sunnudaginn 16.október klukkan 14 verða sr.Óskar Hafsteinn Óskarsson og sr.Sólveig Halla Kristjánsdóttir sett inn í embætti presta við Akureyrarkirkju.Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Björns Steinars Sólbergssonar og Sigríður Aðalsteinsdóttir syngur einsöng.

Fullorðinsfræðsla og lofgjörðarstundir í október og nóvember

Fræðslukvöld verða á fimmtudögum í október og nóvember 2005 í umsjá sr.Guðmundar Guðmundssonar, héraðsprests.Í október verður viðfangsefnið Heimilið - vettvangur trúaruppeldis.

Leikritið Kamilla og þjófurinn sýnt á sunnudaginn

Stoppleikhópurinn sýnir nýtt íslenskt barnaleikrit, Kamilla og þjófurinn, í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju klukkan 11 sunnudaginn 9.október.Allir eru velkomnir.Leikgerð Stoppleikhópsins er byggð á þekktri sögu eftir Kari Vinje en Valgeir Skagfjörð er höfundur tónlistar og söngtexta.

Fermingarfræðsla og fermingardagar 2006

Fermingarfræðslan er nú í þann mund að hefjast.Nemendum er skipt í þrjá hópa eins og undanfarna vetur.Í hópi 1 eru nemendur Oddeyrarskóla og 8.B Brekkuskóla, í hópi 2 væntanleg fermingarbörn úr Lundarskóla og í hópi 3 eru nemendur úr 8.

Opið hús fyrir eldri borgara á fimmtudag

Fimmtudaginn 6.október klukkan 15 verður opið hús fyrir eldri borgara í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju.Ræðumaður er séra Sólveig Halla Kristjánsdóttir.Unnur Helga Möller syngur einsöng.

Vetrarstarfið hefst á sunnudag

Vetrarstarfið í Akureyrarkirkju hefst formlega nú á sunnudaginn með fjölskylduguðsþjónustu klukkan 11.Milli klukkan 12 og 13 verður síðan opið hús í Safnaðarheimilinu þar sem boðið verður upp á léttar veitingar og starfsemi kirkjunnar kynnt.

Sólveig Halla vígð til þjónustu við Akureyrarkirkju

Sunnudaginn 18.september kl.14 var vígsluathöfn í Hóladómkirkju.Þá vígði Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup Sólveigu Höllu Kristjánsdóttur guðfræðing til prestsþjónustu við Akureyrarkirkju.

Nýtt Safnaðarblað

Septembertölublað Safnaðarblaðs Akureyrarkirkju er komið út.Í því er m.a.að finna yfirlit kirkju- og safnaðarstarfs fram að aðventu, viðtal við sr.Jónu Lísu Þorsteinsdóttur, myndir frá Kirkjulistaviku 2005 og frásögn af ferðalagi Æskulýðsfélagsins í sumar.

Jóna Lísa kveður söfnuðinn á sunnudag

Sunnudaginn 11.september klukkan 14 verður guðsþjónusta í Akureyrarkirkju þar sem séra Jóna Lísa Þorsteinsdóttir kveður söfnuðinn.Kór Akureyrarkirkju og Stúlknakór Akureyrarkirkju syngja undir stjórn Björns Steinars Sólbergssonar og Eyþórs Inga Jónssonar.

Námskeið 3. september

Prestar, starfsfólk, sóknarnefndarfólk og áhugafólk um kirkjulegt starf er hvatt til að sækja námskeið í Glerárkirkju 3.september sem ber yfirskriftina ,,Innandyra" og stendur frá 8:30 til 18:00.