Fréttir

Hundrað ár frá fæðingu Jakobs Tryggvasonar

Í dag eru liðin 100 ár frá fæðingu Jakobs Tryggvasonar, söngstjóra og organista við Akureyrarkirkju.Jakob var skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri 1950-1974 og jafnframt kennari við skólann.

Vímulaus æska- áfengis- og vímuefnaráðgjafi í heimsókn

Vímulaus æska á Akureyri er stuðningshópur fyrir foreldra sem eiga ungmenni í vímuefnavanda.Hópurinn hittist á mánudagskvöldum frá kl.20 -22 í Akureyrarkirkju en prestarnir hafa umsjón með fundunum.

Fjölskylduguðsþjónusta á sunnudaginn

Mikill söngur, líf og fjör verður í fjölskylduguðsþjónustunni næsta sunnudag.Að venju munu barnakórarar kirkjunnar syngja og leiða almennan söng undir stjórn Arnórs Vilbergssonar.

Helgistund og kvöldmessa með Stúlknakórnum

Á sunnudaginn verður helgistund í kirkjunni kl.11.  Kór Akureyrarkirkju leiðir söng.  Kiwanismenn lesa ritningarlestra.  Organisti er Eyþór Ingi Jónsson og prestur sr.Óskar Hafsteinn Óskarsson.

6400 manns í kirkju í desember

Óvenju mikið fjölmenni heimsótti Akureyrarkirkju nú í desember. Hátt á fjórða þúsund manns tók þátt í hefðbundnu helgihaldi kirkjunnar á aðventu og um jól.  Við skírnir, hjónavígslur og útfarir í desember voru ríflega 2500 manns og við bætast svo heimsóknir leikskóla- og grunnskólabarna en þær töldu alls 700 nemendur.