Fréttir

Dagskráin í Akureyrarkirkju

31.desember, gamlársdagur Aftansöngur kl.18.00.Sr.Sólveig Halla Kristjánsdóttir.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.1.janúar, nýársdagur Hátíðarguðsþjónusta kl.

Altaristafla í kapellu Akureyrarkirkju

Ný altaristafla var vígð í kapellu Akureyrarkirkju, sunnudaginn 21.desember. Hún er eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur, myndlistarmann og Akureyring og gefin af Kvenfélagi Akureyrarkirkju.

Dagskráin í Akureyrarkirkju yfir jólin

24.desember, aðfangadagur.Aftansöngur kl.18.00.Sr.Svavar Alfreð Jónsson.Kór Akureyrarkirkju syngur.Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.Miðnæturmessa kl.23.30.Sr.Sólveig Halla Kristjánsdóttir.

Sunnudagurinn 21. desember, 4. sunnudagur í aðventu

Guðsþjónusta í kapellu kl.11.00.Sr.Svavar Alfreð Jónsson.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.

Gjöf til Hjálparstarfs kirkjunnar

Í morgunn, 15.desember, komu krakkar úr 2.bekk í Lundarskóla í jólaheimsókn í kirkjuna, um leið afhentu þau peningagjöf frá þeim til Hjálparstarfs kirkjunnar.Sr.Sólveig Halla tók á móti gjöfinni og þakkar kærlega fyrir dýrmætt framlag þeirra.

Gjöf til Ljósberasjóðsins

Ljósberasjóðnum hefur borist 250 þúsund króna gjöf frá Kór Akureyrarkirkju, og þökkum við kórnum kærlega fyrir.

Fjáröflunartónleikar

Þriðjudaginn 16.desember kl.20.30 stendur Björg Þórhallsdóttir fyrir fjáröflunartónleikum fyrir líknarsjóðinn Ljósberann.Sjóðurinn er minningarsjóður séra Þórhalls Höskuldssonar.

Sunnudagurinn 14. desember, 3. sunnudagur í aðventu

Aðventuhátíð barnanna í Akureyrarkirkju kl.11.00.Þar syngja barnakórar kirkjunnar undir stjórn Heimis Bjarna Ingimarssonar.Kór Lundarskóla, undir stjórn Elínborgar Loftsdóttur, kemur og syngur fyrir okkur.

Kveðja frá vinasöfnuði okkar í Bochum í Þýskalandi

Opið bréf til safnaðar Akureyrarkirkju og vina á Íslandi.Fréttir af vaxandi neyð hjá ykkur valda okkur miklum áhyggjum.Margar spurningar kvikna og okkur er brugðið.Það blómlega Ísland sem við þekkjum og urðum ástfangin af gæti sogast niður í hringiðu hálf löglegra og hálf glæpsamlegra fjármálagjörninga fárra manna sem störfuðu bæði innanlands og erlendis.

Opið hús hjá Samhygð

Næstkomandi fimmtudag, 11.desember kl.20.00, verður opið hús hjá Samhygð, samtökum um sorg og sorgarviðbrögð, í fundarsal Safnaðarheimilis Akureyrarkirkju.Skúli Viðar Lórenzson flytur erindið ,, Streitan, kærleikurinn og jólin".