Fréttir

Mömmumorgunn á aðventu

Fjölmennt á mömmumorgni í Akureyrarkirkju, súkkulaði, smákökur og huggulegheit :-) Hvetjum mömmur og pabba til að koma og eiga notalega stund með ungbörnum sínum.

Samvera eldri borgara

Fimmtudaginn 2.desember er samvera eldri borgara í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju og hefst hún kl.15.00.Óskar Pétursson kemur og syngur einsöng.Yngri barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur.

Leikhúsið 10 fingur í Akureyrarkirkju

Þann 1.desember kl.16.00 kemur leikhúsið 10 fingur í heimsókn í Akureyrarkirkju með sýninguna Jólaleikur.Það er Helga Arnalds sem stýrir leikhúsinu og hafa sýningar leikhússins hlotið almenna viðurkenningur fyrir fallegt handbragð og hugvitsemi í leikbrúðugerð.

Sunnudagur 28. nóvember

Aðventuhátíð fyrir alla fjölskylduna í Akureyrarkirkju kl.11.00.Prestur er sr.Svavar Alfreð Jónsson.Félagar úr messuhópi aðstoða.Yngri barnakór og Kór Akureyrarkirkju syngja.

Bingó, bingó

Unglingastarf kirkjunnar stendur fyrir fjáröflunarbingói til styrktar Mæðrastyrksnefndar, fimmtudaginn 2.desember kl.20.00, í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju.Bingóspjaldið kostar kr.

Sunnudagurinn 21. nóvember

Guðsþjónusta kl.11.00.Prestur er sr.Hildur Eir Bolladóttir.Félagar úr messuhópi aðstoða.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.

Kvöldstund við gluggann í Akureyrarkirkju

Í tilefni af 70 ára afmæli Akureyrarkirkju, þann 17. nóvember, verður "Kvöldstund við gluggann" miðvikudaginn 17.nóvember kl.20.00, þar verður farið yfir sögu Coventry rúðunnar.

70 ára afmæli Akureyrarkirkju

Hátíðarmessa í Akureyrarkirkju, sunnudaginn 14.nóvember, kl.14.00.Prestar kirkjunnar þjóna fyrir altari ásamt vígslubiskup Hólastiftis, sr.Jóni Aðalsteini Baldvinssyni, og Valgerði Valgarðsdóttur, djákna.

Opið hús hjá Samhygð

Opið hús hjá Samhygð, samtökum um sorg og sorgarviðbrögð, í fundarsal kl.20.00 fimmtudaginn 11.nóvember.Kristján M.Magnússon, sálfræðingur, verður með erindi.Kaffi og spjall.

Sunnudagur 7. nóvember

Messa kl.11.00.Allra heilagra messa.Látinna minnst.Prestur er sr.Svavar Alfreð Jónsson.Félagar úr messuhópi aðstoða.Kammerkórinn Ísold syngur.Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.