Fréttir

Vetrarstarfið hefst á sunnudag

Vetrarstarfið í Akureyrarkirkju hefst formlega nú á sunnudaginn með fjölskylduguðsþjónustu klukkan 11.Milli klukkan 12 og 13 verður síðan opið hús í Safnaðarheimilinu þar sem boðið verður upp á léttar veitingar og starfsemi kirkjunnar kynnt.

Sólveig Halla vígð til þjónustu við Akureyrarkirkju

Sunnudaginn 18.september kl.14 var vígsluathöfn í Hóladómkirkju.Þá vígði Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup Sólveigu Höllu Kristjánsdóttur guðfræðing til prestsþjónustu við Akureyrarkirkju.

Nýtt Safnaðarblað

Septembertölublað Safnaðarblaðs Akureyrarkirkju er komið út.Í því er m.a.að finna yfirlit kirkju- og safnaðarstarfs fram að aðventu, viðtal við sr.Jónu Lísu Þorsteinsdóttur, myndir frá Kirkjulistaviku 2005 og frásögn af ferðalagi Æskulýðsfélagsins í sumar.

Jóna Lísa kveður söfnuðinn á sunnudag

Sunnudaginn 11.september klukkan 14 verður guðsþjónusta í Akureyrarkirkju þar sem séra Jóna Lísa Þorsteinsdóttir kveður söfnuðinn.Kór Akureyrarkirkju og Stúlknakór Akureyrarkirkju syngja undir stjórn Björns Steinars Sólbergssonar og Eyþórs Inga Jónssonar.