Fréttir

Fimmtudagur 1. maí, uppstigningardagur, verkalýðsdagurinn, dagur eldri borgara

Messa kl.14.00 í Akureyrarkirkju.  Prestur er sr.Svavar Alfreð Jónsson.  Kór eldri borgara syngur.  Organisti er Petra Björk Pálsdóttir.Kaffiveitingar í boði sóknarnefndar í Safnaðarheimilinu að messu lokinni.

Hjónabandssæla

Miðvikudaginn 30.apríl kl.20.00 verður námskeiðið Hjónabandssæla í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju.  Þar er fjallað um hjónabandið, eðli þess og tilgang.   Námskeiðið er ætlað hjónum og þeim sem hafa í hyggju að ganga í hjónaband.

Fjölskylduguðsþjónusta

Lokahátíð barnastarfs Akureyrarkirkju.  Mikill söngur, Tóti trúður og Tralli vinur hans, finna bréf frá Guði.  Barnakórar kirkjunnar syngja.  Rafn Sveinsson, formaður sóknarnefndar, ber bumbur.

Sunnudagsmessa - Dagskrá

Messa kl.11.00.  Sr.Guðrún Eggertsdóttir, sjúkrahúsprestur, predikar.  Félagar úr messuhópi aðstoða við messuna.  Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja, organisti er Eyþór Ingi Jónsson.

Opið hús hjá Samhygð í kvöld

Opið hús hjá Samhygð, samtökum um sorg og sorgarviðbrögð,  í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í kvöld kl.20.00.Fyrirlesari er Brynjólfur Ingvarsson, geðlæknir, með erindið  "Stuðningshópur aðstandenda".

Óskalagatónleikar

Eyþór Ingi Jónsson, organisti við Akureyrarkirkju, heldur sína árlegu óskalagatónleika í Akureyrarkirkju sunnudaginn 6.apríl kl.17.00.Eyþór hefur valið fjölbreytta tónlist úr miklum fjölda óskalaga sem honum hafa borist.

Messa og sunnudagaskóli

Messa kl.11.00.  Sr.Svavar Alfreð Jónsson.  Félagar úr messuhópi aðstoða við messuna.  Lára Sóley Jóhannsdóttir leikur á fiðlu.  Allur Kór Akureyrarkirkju syngur, frumfluttur verður sálmur eftir Hauk Ágústsson.

Vorferð eldri borgara

Vorferð eldri borgara verður farin fimmtudaginn 3.aprílog lagt af stað frá Akureyrarkirkju kl.14.30.Ekið fram í Eyjafjörð, komið við í Munkaþverárkirkju þar sem sr.Hannes Örn Blandon tekur á móti hópnum.