Fréttir

Kirkjulistavika 2007

Dagana 28.apríl- 6.maí næstkomandi verður Kirkjulistavika í Akureyrarkirkju.  Þetta er í 10.  skipti sem Akureyrarkirkja og Listvinafélag Akureyrarkirkju standa að Kirkjulistaviku, en hátíðin hefur verið  haldin annað hvert ár frá árinu 1989.

Guðsþjónusta og kvöldmessa með taize

Fyrsta sunnudag eftir páska, 15.apríl, verður guðsþjónusta kl.11.  Félagar úr Kór Akureyrarkirkju leiða söng.  Prestur er sr.Guðmundur Guðmundsson og organisti Eyþór Ingi Jónsson.