Fréttir

Áramót: Aftansöngur og hátíðarmessa

Aftansöngur verður klukkan 18 á gamlársdag.Prestur er sr.Svavar A.Jónsson, Kór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Björns Steinars Sólbergssonar og Sigrún Arna Arngrímsdóttir syngur einsöng.

Fjölbreytt helgihald um jólin

Helgihaldið í Akureyrarsókn verður að venju fjölbreytt um jólin.Aftansöngur jóla verður í Akureyrarkirkju klukkan 18 á aðfangadagskvöld og síðar um kvöldið, klukkan 23.

Aðventuhátíð barnanna 18. desember

Á sunnudaginn klukkan 11 verður aðventuhátíð barnanna haldin í Akureyrarkirkju.Þar syngur Barnakór Lundarskóla og börn úr kirkjustarfi flytja helgileik.Búast má við að söngur skipi stóran sess á hátíðinni.

Hádegistónleikar og jólasöngvar

Laugardaginn 10.desember klukkan 12 heldur Björn Steinar Sólbergsson organisti hádegistónleika í Akureyrarkirkju þar sem hann leikur verk eftir Andrew Carter, Marcel Dupré og Naji Hakim.