Foreldramorgnar

Foreldramorgnar eru nú sameinaðir með Glerárkirkju og eru alla fimmtudaga yfir vetrartímann (september-maí), frá kl. 10.00 - 12.00, í Glerárkirkju.
Þetta er notaleg og góð samvera fyrir foreldra og ungbörn. Gott tækifæri til að hittast og spjalla og leyfa börnunum að leika sér og hitta önnur börn. Fyrirlesarar munu fræða okkur um ýmislegt er viðkemur börnum og foreldrahlutverkinu. Af og til verður farið í ungbarnaleiki og söngstundir haldnar með gullmolunum.
Umsjón með foreldramorgnum hefur Sonja Kro og Eydís Ösp Eyþórsdóttir.

Allir foreldrar með ungbörn hjartanlega velkomnir.