Kirkjulistavika

Kirkjulistavika er haldin í Akureyrarkirkju annað hvert ár. Markmið Kirkjulistavikunnar eru aðallega þrennskonar, í fyrsta lagi að efla tengsl listafólks við kirkjuna, í öðru lagi að stuðla að samstarfi og samvinnu hinna ýmsu listgreina og félaga á Akureyri og í þriðja lagi að auka fjölbreytni í menningar- og listalífi á Akureyri. Listvinafélag kirkjunnar ber ábyrgð á Kirkjulistavikunni, en skipuð er undirbúningsnefnd með fulltrúum þátttakenda.