Kirkjulistavika 2017

Dagskrá 15. Kirkjulistaviku í Akureyrarkirkju 
21.-30. apríl 2017


Föstudagur 21. apríl
Kl. 17.00: Opnun ljósmyndasýningar í Safnaðarheimilinu.

Meðlimir ÁLKA, Áhugaljósmyndaraklúbbs Akureyrar hafa verið að taka ljósmyndir af kirkjunni, listaverkum og hljóðfærum hennar í vetur. Myndirnar eru teknar úr ólíkum krókum og kimum og leitast við að finna óvanaleg sjónarhorn og skapa listrænar myndir. 

Laugardagur 22. apríl
Kl. 14.00: 60+ tónleikar í Safnaðarheimilinu.

Reyndir tónlistarmenn sem hafa fagnað sextugsafmæli sínu bera hitann og þungann af þessum tónleikum. Fram koma Þuríður Baldursdóttir, Rafn Sveinsson, Kvennakórinn Embla undir stjórn Roars Kvam og Reynir og Þuríður Schiöth. 

Sunnudagur 23. apríl
Kl. 11.00: Hátíðarmessa í Akureyrarkirkju.
Sr. Sunna Dóra Möller prédikar. Kór Akureyrarkirkju syngur. Organistar eru Eyþór Ingi Jónsson og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Sr. Svavar Alfreð Jónsson og sr. Hildur Eir Bolladóttir þjóna.
Kl. 11.00: Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu.
Kl. 16.00: Fortissimo. Kraftmiklir tónleikar! - Kór og blásarasveit í Akureyrarkirkju.
Kór Akureyrarkirkju, Blásarasveit Tónlistarskóla Akureyrar, Sigrún Magna Þórsteindóttir organisti og einsöngvararnir Halla Ólöf Jónsdóttir, Guðrún Ösp Sævarsdóttir, Steinar Gunnarsson og Reynir Gunnarsson, flytja tignarlega tónlist eftir Schubert, Dvorák, Grieg, Malotte og fleiri. Stjórnendur eru Gert-Ott Kuldpärg og Eyþór Ingi Jónsson. Miðaverð er kl. 2500, enginn posi á staðnum.

Mánudagur 24. apríl
Kl. 12.10:  Margrét, Magna og María - 
Hádegistónleikar í Akureyrarkirkju.
Margrét Árnadóttir sópransöngkona og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir flytja Maríukvæði úr öllum áttum.

Þriðjudagur 25. apríl
Kl. 12.10: Hádegistónleikar í Akureyrarkirkju.

Hin unga og efnilega Una Haraldsdóttir leikur á orgel Akureyrarkirkju. Á efnisskrá eru verk eftir Bruna, Buxtehude, Vorrette og Messiaen.

Miðvikudagur 26. apríl
Kl. 10.00: Foreldramorgunn í Safnaðarheimilinu.
Hildur Eir Bolladóttir les upp úr bók sinni Hugrekki.
Kl. 12.10: Hádegistónleikar í Safnaðarheimilinu.
Hinn hæfileikaríki Birkir Blær Óðinsson syngur, spilar og "loopar".
Kl. 18.00: Unga fólkið - Tónleikar í Akureyrarkirkju.
Unga fólkið er yfirskrift tónleika þar sem langt komnir tónlistarnemendur leika og syngja fjölbreytta dagskrá sem samanstendur af íslenskum sönglögum, kvikmyndatónlist, Eurovisionlögum og klassískum píanóperlum. Fram koma Strengjasveit 3 frá Tónlistarskólanum á Akureyrari, Stúlknakór Akureyrarkirkju, Þórunn Bjarnadóttir, Una Haraldsdóttir, Salka Björt Kristjánsdóttir og Alexander Smári Edelstein.

Fimmtudagur 27. apríl
Kl. 12.10: Hádegistónleikar í Akureyrarkirkju.
Sólveig Anna Aradóttir sem hefur starfað sem organisti við Akureyrarkirkju í vetur kveður Akureyri í bili með kröftugum orgeltónleikum.
Kl.20.00: Moz-Art - Tónleikar í Akureyrarkirkju.
Tríó skipað Láru Sóleyju Jóhannsdóttur fiðluleikara, Ásdísi Arnardóttur sellóleikara og Eyþóri Inga Jónssyni organista flytur tónlist eftir þá Leopold Mozart, Johann Heinrich Schmelzer og Josef Rheinberger. 

Laugardagur 29. apríl
Kl.14.00: Listsýning nýbúa á Akureyri í Safnaðarheimilinu.

Fjöldi erlendra listamanna frá hinum ýmsu heimshornum sem búsettir eru á Akureyri koma fram og sýna list sína. Söngur, hljóðfæraleikur og dans frá ýmsum menningarheimum munu prýða þessa sýningu. Fram koma Daniele Basini, Gert-Ott Kuldpärg, Juffe, Jutta Knur, Adriana Delahante Matienszo, Dimitrios Theodoropoulos og Dansfélagið Vefarinn.

Sunnudagur 30. apríl
Kl. 11.00: Lokahátíð barnastarfsins - Fjölskylduguðsþjónsusta í Akureyrarkirkju.

Yngri og eldri barnakórar Akureyrarkirkju syngja. Umsjón sr. Sunna Dóra Möller, Hjalti Jónsson og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Að guðsþjónustu lokinni verður vorhátíð í Safnaðarheimilinu.
Kl. 20.00: Cohenmessa í Akureyrarkirkju.
Listamaðurinn stórkostlegi Leonard Cohen er nýlega fallinn frá og mun Svavar Alfreð Jónsson minnast hans, fjalla um skáldið og texta hans. Tónlist Cohens flytja þau Konni Bartsch, Elvý G. Hreinsdóttir, Kristján Edelstein, Ólafur Sveinn Traustason og Eyþór Ingi Jónsson.