Dagur kærleiksþjónustunnar

Á sunnudaginn er dagur kærleiksþjónustunnar. Þá verður kvöldmessa í Akureyrarkirkju klukkan 20.30 þar sem Valgerður Valgarðsdóttir, djákni við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, predikar. Séra Jóna Lísa Þorsteinsdóttir þjónar, félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja en organisti er Eyþór Ingi Jónsson.