- Helgihald
- Safnaðarstarf
- Tónlist
- Líknarstarf
- Viðtalstímar
- Starfsfólk
- Myndir
- Fréttir
Samhygð, samtök um sorg og sorgarviðbrögð á Akureyri og nágrenni voru stofnuð í desember 1989 af hópi fólks sem hafði kynnst sambærilegum félagsskap í Reykjavík og fann að það var mikil þörf fyrir svona sjálfshjálparhópa á landsbyggðinni. Frá upphafi voru fundir haldnir hálfsmánaðarlega allt árið í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Á veturna var reynt að vera með fyrirlestur í hverjum mánuði um hin ýmsu efni. Nú starfar félagið einu sinni í mánuði frá september til júní og er áætlað að vera með fyrirlestra/erindi 6 til 7 sinnum yfir starfsárið. Markmið samtakanna er að veita þeim stuðning sem koma að leita sér hjálpar eftir ýmis sorgaráföll er upp koma í lífinu, hvort heldur það er ástvinamissir, alvarleg veikindi, fötlun, atvinnumissir, skilnaður, gjaldþrot eða hvað annað. Það hjálpar heilmikið að geta talað við einhvern í trúnaði um sorgir sínar og áhyggjur og vita að sá hinn sami hefur upplifað sömu tilfinningar og efasemdir um framtíðina, en getur nú litið glaður fram á veginn.
Fundir Samhygðar eru í fundarsal Safnaðarheimilis Akureyrarkirkju, gengið inn hjá kapellunni.
Opið hús/fundir byrja kl. 20.00 og eru auglýstir í Dagskránni og N4.
Stjórn Samhygðar veturinn 2018 - 2019 eru:
Formaður, Kristín E. Sveinbjörnsdóttir sími 462-6965 og 847-4250, netfang kittyes@simnet.is
Gjaldkeri, Hugrún Stefánsdóttir
Upplýsingar um fundina og fleira má finna á facebook síðu Samhygðar.
Opin hús/fundir vetrarins 2018—2019 eru sem hér segir:
10. september: Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna, minningarstund í Akureyrarkirkju.
8. nóvember:
13. desember: Erindi tengt aðventu og jólum.
23. desember: Minningarstund í Höfðakapellu.
14. febrúar:
14. mars:
11. apríl:
Allir velkomnir á fundi. Engin félagsgjöld en öllum velkomið að styrkja félagið með fjárframlögum á reikning 0162-26-003607, kt. 6401912289.