Leiguskilmáli fyrir tónleika í Akureyrarkirkju

Akureyrarkirkja

Leiguskilmálar fyrir tónleikahald

Akureyrarkirkja er hljómfögur kirkja og vel búin hljóðfærum og tækjum. Hún er eftirsótt til tónleikahalds og því um að gera að bóka hana með góðum fyrirvara. Helgihald og fastir liðir í starfi kirkjunnar ganga alltaf fyrir annarri starfsemi og því er kirkjan ekki laus til tónleikahalds alla daga. Af öryggisástæðum er hámarksfjöldi tónleikagesta 300.

Bókanir: Gyða Hrönn Sigþórsdóttir, ritari Akureyrarkirkju, sér um að taka við tónleikabókunum í s. 462 7700, gyda@akirkja.is. Hún sér um að fá leyfi frá prestum og organistum kirkjunnar fyrir tónleikahaldinu. Við bókun þarf að liggja fyrir miðaverð, hversu umfangsmiklir tónleikarnir eru, fjöldi hljóðfæra og aukabúnaður. Einnig þarf að bóka aukaæfingar, ef einhverjar eru. Gæta þarf þess að textar og tónlist séu ekki óviðeigandi til flutnings í kirkju. Þegar leyfi hefur fengist samþykkir leigutaki skilmála og leigusamning með því að fara inn á:
https://www.akureyrarkirkja.is/is/tonlist/tonleikarhald-i-akureyrarkirkju-leigusamningur

Að tónleikum loknum: Fjarlægja skal allan búnað strax eftir tónleika. Í undantekningartilfellum er hægt að óska eftir því að búnaður fái að standa yfir nótt á ábyrgð leigutaka. Semja skal við kirkjuvörð á vakt um slíkt. Venjuleg þrif á kirkju eru innifalin í leiguverði. Akureyrarkirkja áskilur sér rétt til að rukka fyrir aukaþrif á kirkju eftir tónleika, sé þess þörf. Leigutakar þurfa að samþykkja talningu á tónleikagestum hjá kirkjuverði eftir tónleika. Reikningur fyrir leigu berst frá ritara næstu mánaðarmót eftir tónleika.

Búnaður Akureyrarkirkju:
Pípuorgel: 49 radda, 3 borða P. Bruhn/Steinmeyer (1995/1961)
Flygill: Shigeru - Kawai SK-6 214 cm
Hammond E200
Leslie 3300
Rhodes 88 MK I
Schertler Jam 400 söngkerfi
2 Shure Beta 58a hljóðnemar
2 Sennheiser e835 hljóðnemar
1 Sennheiser e935 hljóðnemi
1 Sennheiser e945 hljóðnemi
4 míkrófónsstatíf, 20 nótnastatíf
XLR og 1/4” jack snúrur
Tveir litaðir LED kastarar
4 púltljós

Húsnæði og þjónusta innifalin í leigu:
Kirkjan, forkirkja, salerni, skrúðhús, kapella, kaffistofa, laun eins kirkjuvarðar, venjuleg þrif eftir tónleika. 
Hægt er að leigja stóra safnaðarsal kirkjunnar í sambandi við tónleika. Nánari upplýsingar hjá ritara, gyda@akirkja.is

Gjaldskrá:
Grunngjald: kr. 30.000.
Hlutfall af seldum miðum: 15%
Alltaf skal greiða grunngjald. Sé aðgangur að tónleikum ókeypis greiðist aðeins það gjald og hljóðfæragjald. 15% hlutfall af seldum miðum leggst ofan á grunngjald. Talning kirkjuvarðar á tónleikagestum gildir. Gera skal grein fyrir fjölda boðsgesta fyrir tónleika.

Flygill: kr. 15.000.
Flygill er að jafnaði stilltur 8-10 sinnum á ári. Sé óskað eftir sérstakri stillingu skal leigutaki standa straum af þeim kostnaði. Organistar kirkjunnar sjá um að panta stillingu.
Pípuorgel: kr. 15.000.
Einungis þeir sem menntaðir eru í orgelleik, eða hafa reynslu af umgengni við orgel fá að nota hljóðfærið. Orgelið er stillt einu sinni í mánuði og fyrir alla orgeltónleika.
Hammondorgel + Leslie: kr. 10.000.
Hafa skal samband við Eyþór Inga Jónsson, organista áður en hljóðfæri er notað.
Rhodes rafmagnspíanó + Leslie: kr. 10.000.
Hafa skal samband við Eyþór Inga Jónsson, organista áður en hljóðfæri er notað.
Leslie: kr. 5.000.
Schertler hljóðkerfi (+ hljóðnemar og snúrur): kr. 5.000.
Hámarks hljóðfæra/hljóðkerfisgjald er kr. 30.000.

STEF-gjöld:

Leigutaki skal gera grein fyrir fjölda tónleikagesta til STEF og reiknar félagið út STEF-gjöld af tónleikum samkvæmt verðskrá og sendir tónleikahöldurum reikning samkvæmt henni: http://stef.is/vidskiptavinir/tonleikar/

Aukaæfing: kr. 6.000 pr.klst
Æfing allt að tveimur klukkustundum fyrir tónleika er innifalin í leigu. Sé óskað eftir æfingu utan þess tíma þarf að bóka hana sérstaklega.

Annað:
Allar auglýsingar eru á ábyrgð leigutaka. Hægt er að hengja upp auglýsingar í anddyri safnaðarheimilis og í auglýsingakassa fyrir framan kirkjuna. Leigutaki sér alfarið um miðasölu hvort sem er á vefsíðum eða í anddyri. (Athugið að hámarsk heildarfjöldi tónleikagesta eru 300 manns). Enginn posi er á staðnum. Heimilt er að selja varning í forkirkju fyrir og eftir tónleika.
Leigutaki sér alfarið um söluna. Leyfilegt er að taka upp hljóð og mynd á tónleikum í kirkjunni. Gæta þarf þess að allir sem koma fram á tónleikum séu samþykkir upptökum.
Leigutaki er ábyrgðaraðili þeirrar vinnslu persónuupplýsinga sem fram fer í húsnæðinu á hans vegum.