Kórastarf Akureyrarkirkju

 Kór Akureyrarkirkju
Hlutverk Kórs Akureyrarkirkju er að syngja við hátíðarhelgihald, tónleika, jólasöngva og vera glæsilegur fulltrúi kirkjunnar út á við. Kórinn er afar stór, í honum syngja tæplega 100 manns. Kórnum er skipt í 3 messuhópa, sem skiptast á að syngja við hefðbundið helgihald. Allir hóparnir leiða almennan söng, en syngja ólíka tónlist. Stjórnandi Kórs Akureyrarkirkju er Eyþór Ingi Jónsson. 

Jakobskór Akureyrarkirkju
Hlutverk kórsins er að syngja fallegar sálmaútsetningar og "gömlu góðu" lögin. Hefðbundin kirkjutónlist sem oftast er sungin á íslensku. Kórinn syngur nánast alltaf frá orgelloftinu. 
Klassíski kór Akureyrarkirkju
Kórinn syngur klassíska erfiðari tónlist, oft án undirleiks. Kórinn er staðsettur bæði á orgellofti og fyrir framan söfnuðinn. 
Sönghópurinn Synkópa
Hlutverk kórsinser að syngja í kvöldmessum og morgunmessum með léttri tónlist. Djass, popp, gospel o.fl.. Nánast alltaf undirleikur frá flygli eða hammond orgeli.   

Ungmennakór Akureyrar Í kórnum er ungt fólk á aldrinum 13-20 ára og er ungmennakórinn samstarf Akureyrarkirkju og Tónlistarskólans á Akureyri. Kórinn tekur  þátt í fjölbreyttu helgihaldi,  syngur reglulega á tónleikum og lögð er mikil áhersla á félagslega þátt starfsins. Æfingar kórsins eru á fimmtudögum kl. 17.00-19.00 í kapellu kirkjunnar.  Stjórnandi er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. 

Barnakórar Akureyrarkirkju Barnakórarnir eru tveir, Yngri barnakór Akureyrarkirkju er fyrir börn úr 2.- 4. bekk grunnskóla og Eldri barnakór Akureyrarkirkju er fyrir börn úr 5.- 7. bekk. Áhersla er lögð á að syngja skemmtilega tónlist, rétta raddbeitingu og að öllum líði vel. Kórarnir syngja við fjölskylduguðsþjónustur í kirkjunni ásamt því að syngja við ýmsar uppákomur og á tónleikum í bænum. Þeir taka þátt í kóramótum og fara í ferðalög. Æfingar kóranna eru á fimmtudögum, Eldri barnakór Akureyrarkirkju æfir kl. 14.00 – 15.00 og Yngri barnakór Akureyrarkirkju æfir kl. 15.00-16.00 í kapellu kirkjunnar. Þátttaka í barnakórastarfinu er ókeypis. Stjórnandi er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.

Upplýsingar og umsóknir skal senda á netfangið eythor@akirkja.is eða sigrun@akirkja.is