Kirkjulistavika 2011

Dagskrá 12. Kirkjulistaviku í Akureyrarkirkju
8. – 15. maí 2011

Sunnudagur 8. maí
Kl 11.00: Lokahátíð barnastarfsins og setning kirkjulistaviku.
Sr. Hildur Eir Bolladóttir, Sunna Dóra Möller, Hjalti Jónsson og Sigríður Hulda Arnardóttir sjá um hátíðina sem fer fram í kirkjunni.Yngri barnakór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur. Sýnd verða atriði úr Ávaxtakörfunni.
Pizzuveisla í Safnaðarheimilinu strax á eftir.

Kl. 13.00:  Söngleikurí Akureyrarkirkju.
Barnakórar Akureyrarkirkju ásamt hljómsveit vikunnar flytja söngleikinn
Líf og friður í samstarfi við leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar. Hljómsveitina skipa: Daníel Þorsteinsson á píanó, Matti Saarinen á gítar,Stefán Ingólfsson á bassa og Hjörleifur Örn Jónsson á slagverk.Kórstjóri: Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Leikstjóri: María Sigurðardóttir. Aðgangur ókeypis.

Kl. 15.00: Opnun myndlistarsýningar Grétu Gísladótturí Safnaðarheimili Akureyrarkirkju.Aðgangur ókeypis.

Kl. 16.00: Tónleikar kammerkórsins Ísoldarí menningarhúsinu Hofi. Kórinn flytur glænýjar útsetningar Daníels Þorsteinssonar á þekktum dægurlögum. Með kórnum spilar hljómsveit vikunnar: Daníel Þorsteinsson á píanó, Matti Saarinen á gítar, Stefán Ingólfsson á bassa og Hjörleifur Örn Jónsson á slagverk.
Stjórnandi er Eyþór Ingi Jónsson. Aðgangseyrir 1.500,- frítt fyrir 16 ára og yngri.

Kl. 20.00: Dansmessa í Akureyrarkirkju. Sr. Svavar A. Jónsson messar. Danshöfundurinn Sigyn Blöndal mun kenna söfnuðinum einfalda dansa sem stignir verða undir söngvum, sálmum og fjölbreytilegum hljóðfæraslætti. Höfundur dansa er Sigyn Blöndal. Hljómsveit vikunnar spilar.

Mánudagur  9. maí
Kl. 9.00-16.00:  Myndlistarsýning Grétu Gísladóttur í Safnaðarheimilinu.

Kl. 12.10:  Kærleikur með djassívafi. Tónleikar í hádeginuí kirkjunni.
Margot Kiis söngkona og Kaldo Kiis píanóleikari.
Aðgangur ókeypis.

Kl. 17.00:  Opnun sýningar á teikningum sr. Bolla Gústavssonar vígslubiskupsí kapellu kirkjunnar. Teikningarnar eru af kirkjum á Norðurlandi. Aðgangur ókeypis.

Kl. 20.00:  Kvikmyndasýningí Safnaðarheimilinu. Sýnd verður myndin Children of heaven. Pétur Björgvin Þorsteinsson flytur stutta kynningu á myndinni fyrir sýningu og stýrir umræðum að henni lokinni.Aðgangur ókeypis.

Þriðjudagur 10. maí
Kl. 9.00:  Morgunsöngur í 
Akureyrarkirkju. Stutt bænastund með sálmasöng.

Kl. 9.00-16.00:  Myndlistarsýningar Grétu Gísladóttur og sr. Bolla Gústavssonar.

Kl. 12.10:  Klassískir tónar í hádeginuí kirkjunni. Petrea Óskarsdóttir flautuleikari og Þórarinn Stefánsson píanóleikari.Aðgangur ókeypis.                       

Miðvikudagur 11. maí
Kl. 9.00-16.00: 
Myndlistarsýningar Grétu Gísladóttur og sr. Bolla Gústavssonar.

Kl. 9.30-11.30: Mömmumorgunn í Safnaðarheimilinu.
Umsjón sr. Hildur Eir Bolladóttir.

Kl. 10.00:  Krílasálmar – Tónlistarstund fyrir ungabörn og foreldra þeirraí kapellu kirkjunnar. Umsjón: Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Aðgangur ókeypis.

Kl. 12.10:  Hugljúft í hádeginu Akureyrarkirkju. Lára Sóley Jóhannsdóttir fiðluleikari og Eyþór Ingi Jónsson organistileika tónlist eftir Giazotto, Svendsen, Barber og Piazzolla. Aðgangur ókeypis.

Kl. 20.00:  Marimbutónleikar í Akureyrarkirkju. Marimbasveitir úr Giljaskóla, Oddeyrarskóla, Hafralækjarskóla í Aðaldal og Borgarhólsskóla á Húsavík. Umsjón hefur Ásta Magnúsdóttir.
Aðgangur ókeypis.

Fimmtudagur 12. maí

Kl. 9.00-16.00: Myndlistarsýningar Grétu Gísladóttur og sr. Bolla Gústavssonar.

Kl. 12.00: Kyrrðar- og fyrirbænastund - spunatónleikar í Akureyrarkirkju.
Sr. Gylfi Jónsson og Eyþór Ingi Jónsson, organisti. Aðgangur ókeypis.
Léttur hádegisverður í Safnaðarheimilinu eftir stundina.

Kl. 13.00:  Vorferð eldri borgara til Skagafjarðar.Haldið verður heim að Hólum. Umsjón: Sr. Hildur Eir Bolladóttir og Þórunn Sigurbjörnsdóttir.

Kl. 20.00: Tónleikar Kammerkórsins Hymnodiu.Sálmatónlist fimm alda.
Stjórnandi og organisti er Eyþór Ingi Jónsson.
Aðgangseyrir 1.500,- frítt fyrir 16 ára og yngri. 
 

Föstudagur 13. maí
Kl. 9.00-16.00:  Myndlistarsýningar Grétu Gísladóttur og sr. Bolla Gústavssonar.

Kl. 18:00: Vesper - tónleikarí Akureyrarkirkju. Félagar úr Kvæðamannafélaginu Gefjunni flytja tónlist. Prestur er sr. Guðmundur Guðmundsson.
Aðgangur ókeypis.

Laugardagur 14. maí
Kl. 12.00-16.00:  Myndlistarsýningar Grétu Gísladóttur og sr. Bolla Gústavssonar.

Sunnudagur 15. maí
Kl. 11.00: Hátíðarmessa
í Akureyrarkirkju. Sr. Hildur Eir Bolladóttir og sr. Svavar A. Jónsson.Kór Akureyrarkirkju, Hymnodia og Ísold syngja.Organistar: Eyþór Ingi Jónsson og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.

Kl. 12.00-16.00:  Myndlistarsýningar Grétu Gísladóttur og sr. Bolla Gústavssonar.

Kl. 16.00:  Hátíðartónleikar.Kór Akureyrarkirkju, Eyrún Unnarsdóttir, mezzosópran, Elvý G. Hreinsdóttir, mezzosópran, Hjalti Jónsson, tenór, Steinar Matthías Kristinsson, trompetleikari, Sveinn Sigurbjörnsson, trompetleikari og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, orgelleikari.Frumflutt verður nýtt verk eftir Gísla Jóhann Grétarsson, samið í tilefni 70 ára afmælis Akureyrarkirkju. Einnig verður frumflutt verk eftir Jón Hlöðver Áskelsson. 100 ára afmælis Áskels Jónssonar verður minnst. Einnig verða flutt verk eftir Önnu Þorvaldsdóttur, Jón Þórarinsson og Jón Nordal.Stjórnandi: Eyþór Ingi Jónsson.
Aðgangseyrir 2.000,- frítt fyrir 16 ára og yngri.

Alla vikuna verður kaffihús opið í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju.
Þar verður boðið upp á kaffi, kakó og aðra drykki ásamt heitum réttum og sætabrauði á vægu verði. Þá verða ýmsar uppákomur í boði.