Fréttir

Akureyrarkirkja um áramót

Sunnudagur 28.desember Æðruleysismessa í Akureyrarkirkju kl.20.00.Prestar eru sr.Sunna Dóra Möller og sr.Bolli Pétur Bollason.Tónlist og reynslusaga. Kaffisopi í Safnaðarheimilinu að messu lokinni.

Akureyrarkirkju um jól

Aðfangadagur jóla 24.desember Aftansöngur í Akureyrarkirkju kl.18.00.Prestur er sr.Svavar Alfreð Jónsson.Kór Akureyrarkirkju syngur.Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.

Íslensk jól - Sigurður Flosason og Hymnodia

Íslensk jól - Sigurður Flosason og Hymnodia í Akureyrarkirkju mánudaginn 22.desember kl.21.00.Jólatónleikar Hymnodiu hafa ávallt verið gríðarlega vel sóttir.Á þeim er sköpuð kyrrlát stemmning, slökkt er á raflýsingu kirkjunnar, ekkert er talað og engar þagnir milli laga.

Sunnudagur 21. desember, 4. sunnudagur í aðventu

Aðventustund fyrir alla fjölskylduna í Akureyrarkirkju kl.11.00.Umsjón sr.Sunna Dóra Möller og Hjalti Jónsson.

ATHUGIÐ !

Vegna veðurs og ófærðar verður ekki messa og sunnudagaskóli í Akureyrarkirkju í dag, sunnudaginn 14.desember.

Sunnudagur 14. desember, 3. sunnudagur í aðventu

Messa í Akureyrarkirkju kl.11.00.Prestur er sr.Svavar Alfreð Jónsson.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl.

Christian Schmitt í Akureyrarkirkju

Laugardaginn 13.desember nk.heldur þýski organistinn Christian Schmitt tónleika í Akureyrarkirkju.Tónleikarnir hefjast kl.17.00.Schmitt hefur leikið með öllum helstu sinfóníuhljómsveitum Evrópu og er nú um stundir sérstakur orgelráðgjafi Fílharmóníusveitar Berlínar.

Opið hús hjá Samhygð

Opið hús hjá Samhygð, samtökum um sorg og sorgarviðbrögð, í fundarsal Safnaðarheimilis Akureyrarkirkju fimmtudaginn 11.desember kl.20.00. Kristín S.Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur verður með erindið „Að kvíða jólunum“.

ATHUGIÐ !

Barna- og æskulýðsstarf kirkjunnar fellur niður í dag 10.desember.

BINGÓ - BINGÓ - BINGÓ

Æskulýðsfélag Akureyrarkirkju - ÆFAK og Stúlknakór Akureyrarkirkju standa fyrir bingói mánudaginn 8.desember kl.18.00.Spjaldið er á kr.500 og kr.300 eftir hlé.Einnig verða pylsur til sölu og gos í hléi.