Fréttir

Sunnudagur 5. ágúst

Helgistund kl.11.00  Sr.Óskar Hafsteinn Óskarsson leiðir stundina. Kvöldkirkjan: Helgistund kl.20.00  Sr.Óskar Hafsteinn Óskarsson.  Björg Þórhallsdóttir syngur.Eigum notalega stund í kirkjunni, allir velkomnir.

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju

Fimmtu og jafnframt síðustu tónleikarnir í tónleikaröðinni Sumartónleikar í Akureyrarkirkju, verða haldnir sunnudaginn 29.júlí kl.17.Flytjendur eru Björg Þórhallsdóttir, sópransöngkona og Elísabet Waage, hörpuleikari.

Sunnudagur 22. júlí

Messa kl.11.00.Sr.Jóna Lísa Þorsteinsdóttir.Tekinn verður í notkun nýr hökull, gerður af Herder Anderson Hlíðar og gefinn til minningar um Guðbrand og Jóhann Hlíðar.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju

Fjórðu tónleikar í tónleikaröðinni Sumartónleikar í Akureyrarkirkju verða haldnir sunnudaginn 22.júlí kl.17.  Flytjendur eru Elfa Rún Kristinsdóttir, fiðluleikari, Sólbjörg Björnsdóttir, sópran og Björn Steinar Sólbergsson, orgelleikari.

Sunnudagur 15. júlí

Guðsþjónusta kl.11.00.  Sr.Sólveig Halla Kristjánsdóttir.  Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.  Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.Sumartónleikar kl.17.00.

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju

Þriðju tónleikar í tónleikaröðinni Sumartónleikar í Akureyrarkikju verða haldnir sunnudaginn 15.júlí kl.17.Flytjandi er orgelleikarinn Karel Paukert og mun hann m.a.leika verk eftir J.

Organisti Akureyrarkirkju

Starf organista við Akureyrarkirkju er laust til umsóknar.  Organisti starfar með aðal-organista kirkjunnar og felur starfið m.a.í sér stjórn barnakóra kirkjunnar og hljóðfæraleik við helgihald á vegum safnaðarins.

Sunnudagur 8. júlí

Guðsþjónusta kl.11.00.Prestur er sr.Svavar A.Jónsson.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.Sumartónleikar kl.17.Flytjandi á tónleikunum er ítalski orgelleikarinn Mario Duella.

Kvöld- og ferðamannakirkjan

Við minnum á að kvöldkirkjan er opin frá kl.17.00 - 22.00 alla daga, nema miðvikudag til kl.20.30.  Sr.Jóna Lísa Þorsteinsdóttir er til viðtals í kirkjunni og eftir samkomulagi í síma 858-7282.

Sunnudagur 8. júlí

Aðrir tónleikarnir í tónleikaröðinni Sumartónleikar í Akureyrarkirkju verða haldnir sunnudaginn 8.júlí kl.17.  Flytjandi að þessu sinni er ítalski orgelleikarinn Mario Duella og mun hann m.