Fyrsta tónleikaröð Sumartónleika í Akureyrarkirkju

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju hefjast sunnudaginn 3. júlí kl. 17 Það eru góðir gestir sem sækja okkur heim, trompetleikararnir Ásgeir Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson og orgelleikarinn Hörður Áskelsson. Það má því búast við hátíðarhljómum í Akureyrarkirkju á sunnudaginn. Efnisskráin er afar glæsileg og ber sérstaklega að nefna frumflutning á nýju verki eftir Jón Hlöðve Áskelsson sem hann samdi að beiðni Akureyrarkirkju. Jón Hlöðver hefur samið talsvert af tónlist fyrir kirkjuna í gegnum árin. Hann fagnar í ár 60 ára afmæli sínu og vill kirkjan með þessu nýja verki samgleðjast tónskáldinu á þessum tímamótum. Sjá nánar á heimasíðu Sumartónleikanna; http://www.akirkja.is/sumartonleikar