Fréttir

Sunnudagur 31. janúar

Fjölskylduguðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl.11.00.Prestur er sr.Svavar Alfreð Jónsson.Yngri barnakór Akureyrarkirkju syngur.Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.

Samvera eldri borgara

Samvera eldri borgara í Safnaðarheimilinu fimmtudaginn 28.janúar kl.15.00.Rafn Sveinsson fer yfir feril Hauks Morthens í tali og Tónum.Hljómsveit Pálma Stefánssonar spilar.Tískusýning frá versluninni Rósinni í Sunnuhlíð.

Foreldramorgunn í Safnaðarheimilinu

Á foreldramorgni í Safnaðarheimilinu næstkomandi miðvikudag, 27.janúar, kemur Tinna Stefánsdóttir sjúkraþjálfari og kynnir ungbarnasund og mömmuþrek en hún hefur umsjón með báðum námskeiðunum.

Sunnudagur 24. janúar

Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl.11.00.Prestur er sr.Hildur Eir Bolladóttir.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl.

Samkirkjuleg bænavika 18. - 25. janúar

Um helgina hefst samkirkjuleg bænavika.Að vanda er farið á milli safnaðanna og beðið saman.Það eru Aðventistar, Hvítasunnukirkjan, Hjálpræðisherinn, Kaþólska kirkjan og Þjóðkirkjan sem standa fyrir þessum samverum á Akureyri.

Nýtt krílasálmanámskeið að hefjast

Þriðjudaginn 19.janúar hefst nýtt Krílasálmanámskeið í kapellu Akureyrarkirkju. Námskeiðið er ætlað foreldrum 3-12 mánaða ungbarna og markmiðið er að kenna foreldrum hvernig nota má tónlist til aukinna tengsla og örvunar við börnin þeirra.

Sigrúnu Mögnu úthlutað listamannalaunum

Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, annar af tveimur organistum Akureyrarkirkju, fékk í vikunni úthlutað listamannalaunum til 6 mánaða.Starfslaunum er ætlað það hlutverk að skapa listamönnum möguleika á að helga sig listsköpun sinni.

Sunnudagur 10. janúar

Messa í Akureyrarkirkju kl.11.00.Prestur er sr.Hildur Eir Bolladóttir.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.Sunnudagaskóli í kapellu kl.11.