Kvenfélag Akureyrarkirkju var stofnað 9. febrúar 1938. Frumkvöðull af stofnun þess var frú Ásdís Rafnar. Við stofnun kvenfélagsins var hlutverk þess að safna fé svo Akureyrarkirkja kæmist í notkun sem fyrst. Eftir að Akureyrarkirkja reis svo af grunni hafa félagskonur stutt við framkvæmdir og viðhald á búnaði kirkjunnar og verið starfsemi kirkjunnar innan handar á ýmsan hátt. Nú síðast styrkti félagið kaup á parketi á Safnaðarheimilið (2017) og eins gaf kvenfélgið bekk sem staðsettur er í Kirkjugarði Akureyrar (2018).
Fundir á starfsárinu eru 4 talsins. Svo er fjáröflunardagur félagsins í kringum vígslusafmæli kirkjunnar sem er 17. nóvember, þar bjóða félagskonur uppá kaffihlaðborð og ýmsan varning til sölu. Eins sér félagið um morgunhressingu á páskadagsmorgun og kaffi fyrir aldraða á Uppstigningardag. Alla tíð hefur Kvenfélagið séð um kaup á fermingarkirtlum og viðhald á þeim auk þess að hjálpa til við að klæða fermingarbörnin í þá á sjálfan fermingardaginn.
Við hvetjum konur til að koma og vera með okkur í þessu starfi sem er mjög skemmtilegt og gefandi. Þar sem það eru fáir fundir á ári hentar þetta vel fyrir konur sem langar kannski að vera í einhverju félagsstarfi en finnst of krefjandi að vera á fundum í hverjum mánuði, svo eru félagsgjöldin lág. Þetta félag er kirkjunni og samfélaginu mjög mikilvægt.
Fundir veturinn 2025-2026:
23. október kl. 18:30, haustfundur
16. nóvember, fjáröflunardagur Kvenfélagsins
4. desember kl. 18:30, jólafundur
8. febrúar, kirkjugöngudagur
19. febrúar kl. 18:30, febrúarfundur
21. maí kl. 18:30, aðalfundur
Stjórn kvenfélagsins er þannig skipuð:
Lilja Guðmundsdóttir, s: 892-4005, ljgudmundsdottir@gmail.com
Svava Sigurðardóttir, s: 867-5075, svavasig71@gmail.com
Hanna Guðbjörg Þorgrímsdóttir, s: 848-4585, hannagudb@gmail.com
Kristín Sigurðardóttir, s: 849-4015, krillasig@gmail.com
Sigrún Óladóttir, s: 863-2080, sigrun@konica.is
Tölvupóstfang Kvenfélagsins er kvenfelagakk@hotmail.com, einnig hefur félagið facebooksíðu