Kvenfélag Akureyrarkirkju

Kvenfélag Akureyrarkirkju var stofnað 9. febrúar 1938.  Frumkvöðull af stofnun þess var frú Ásdís Rafnar. Við stofnun kvenfélagsins var hlutverk þess að safna fé svo Akureyrarkirkja kæmist í notkun sem fyrst. Eftir að Akureyrarkirkja reis svo af grunni hafa félagskonur stutt við framkvæmdir og viðhald á búnaði kirkjunnar og verið starfsemi kirkjunnar innan handar á ýmsan hátt. Nú síðast styrkti félagið kaup á parketi á Safnaðarheimilið (2017) og eins gaf kvenfélgið bekk sem staðsettur er í Kirkjugarði Akureyrar (2018).

Fundir á starfsárinu eru 4 talsins. Svo er fjáröflunardagur félagsins í kringum vígslusafmæli kirkjunnar sem er 17. nóvember, þar bjóða félagskonur uppá kaffihlaðborð og ýmsan varning til sölu. Yfir vetrartímann hefur kirkjan einnig boðið uppá samverustundir fyrir aldraða og þar sjá félagskonur einnig um veitingar. Eins sér félagið um morgunhressingu á páskadagsmorgun og kaffi fyrir aldraða á Uppstigningardag. Alla tíð hefur Kvenfélagið séð um kaup á fermingarkirtlum og viðhald á þeim auk þess að hjálpa til við að klæða fermingarbörnin í þá á sjálfan fermingardaginn.

Við hvetjum konur til að koma og vera með okkur í þessu starfi sem er mjög skemmtilegt og gefandi. Þar sem það eru fáir fundir á ári hentar þetta vel fyrir konur sem langar kannski að vera í einhverju félagsstarfi en finnst of krefjandi að vera á fundum í hverjum mánuði, svo eru félagsgjöldin lág. Þetta félag er kirkjunni og samfélaginu mjög mikilvægt.


Fundir veturinn 2023-2024:

október kl. 19:30
19. nóvember, fjáröflunardagur Kvenfélagsins
nóvember kl. 19:30, jólafundur
febrúar kl. 19:30, febrúarfundur
febrúar, kirkjugöngudagur
maí kl. 19:30, aðalfundur
 
Stjórn kvenfélagsins er þannig skipuð:  
Dagmar Jóhannsdóttir, s: 862-5989, dagmarjoh@gmail.com 
Helga Kristjánsdóttir, s: 857-8107, helgak1378s@gmail.com
Júlía Sigurlaugsdóttir gjaldkeri, s: 846-8559, ottarm@simnet.is 
Snjólaug Brjánsdóttir, s: 895-3874, snjolaug@akureyri.is

Tölvupóstfang Kvenfélagsins er kvenfelagakk@hotmail.com, einnig hefur félagið facebooksíðu