Fréttir

Sunnudagur 2. ágúst

Helgistund kl.17.00.Prestar eru sr.Jóna Lísa Þorsteinsdóttir og sr.Sólveig Halla Kristjánsdóttir.Hermann Arason og vinir annast tónlistina.Abbalögin leikin að stund lokinni.

Óskalagatónleikar, föstudaginn 31. júlí

Óskalagatónleikar Eyþórs Inga Jónssonar og Óskars Péturssonar í Akureyrarkirkju kl.20.00.Á tónleikunum geta tónleikagestir valið lögin á staðnum.Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju

Tónleikaröðinni Sumartónleikar í Akureyrarkirkju lauk í gær með afar vel heppnuðum tónleikum.Tónleikar sumarsins voru alls fjórir og voru tónleikagestir um 450 talsins.

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju 26. júlí

Hjónin David Schlaffke, organisti frá Þýskalandi, og Mariya Semotyuk, flautuleikari frá Úkraínu, eru flytjendur á Sumartónleikum í Akureyrarkirkju, sunnudaginn 26.júlí kl.

Þýskur organisti á tónleikum

Það er þýski organistinn Christof Pülsch sem kemur fram á þriðju tónleikunum í tónleikaröðinni Sumartónleikar í Akureyrarkirkju, sunnudaginn 19.júlí kl.17.00.Christof Pülsch stundaði kirkjutónlistarnám við hinn virta tónlistarháskóla í Detmold í Þýskalandi og síðar framhaldsnám í orgelleik hjá prófessor Hans-Ola Ericsson í Piteå í Sviþjóð.

Konungleg tónlist í Akureyrarkirkju

Fimmtudaginn 16.júlí, kl.20.00 munu fimm norskar stúlkur, sem kalla sig Norwegian Cornett & Sacbuts, flytja konunglega tónlist sem leikin var við hirð Kristjáns fjórða, Noregs- og Danakonungs á 17.

Frábær danskur kór heimsækir Akureyri

Föstudagskvöldið 10.júlí kl.20:00 mun Háskólakórinn í Árósum halda tónleika í Akureyrarkirkju.  Kórinn var stofnaður árið 1995 og var stofnandi hans Carsten Seyer-Hansen en hann stjórnar kórnum enn í dag.