Fréttir

Fjölbreyttur sunnudagur í kirkjunni

Sunnudagurinn 27.febrúar býður svo sannarlega upp á mikla og fjölbreytta starfsemi í Akureyrarkirkju.Um morguninn er guðsþjónusta þar sem þrír organistar koma við sögu og sömuleiðis sunnudagaskóli, en þangað eru börn sem verða 5 ára boðin sérstaklega velkomin að þessu sinni.

Lokaerindi Steinunnar um Hallgrím

Steinunn Jóhannesdóttir flytur síðasta erindið um Hallgrím Pétursson að Rimum í Svarfarðardal fimmtudaginn 17.febrúar klukkan 20:30 í fyrirlestrarröðinni í samstarfi við Húsabakkaskóla.

Fyrirlestur og fjölskyldumessa

Að lokinni kyrrðar- og fyrirbænastund í Akureyrarkirkju fimmtudaginn 10.febrúar heldur séra Sigurður Pálsson erindi í Safnaðarheimilinu.Það nefnist "Trúarsannfæring og umburðarlyndi" og hefst um kl.

Hádegistónleikar laugardaginn 5. febrúar

Hádegistónleikar í Akureyrarkirkju Björn Steinar Sólbergsson organisti heldur hádegistónleika í Akureyrarkirkju laugardaginn 5.febrúar kl.12.Á efnisskránni eru verk eftir Charles Marie Widor og César Franck.