Opið hús fyrir eldri borgara

Um árabil hefur eldri borgurum verið boðið til samveru í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Þessar samverur, opið hús, eru á fimmtudögum og eru 2-4 sinnum yfir vetrartímann og njóta mikilla vinsælda. Dagskráin er alltaf mjög fjölbreytt. Ræðumenn hafa frætt fólk um hin ýmsu mál og spjallað á léttu nótunum, tónlist er flutt, myndir sýndar og almennur söngur er á meðal fastra liða. Kaffiveitingar á vægu verði eru í boði.
Boðið er upp á akstur til og frá Akureyrarkirkju í tengslum við opið hús, nánar auglýst í Dagskránni.