Fréttir

Ný sóknarnefnd

Ný sóknarnefnd var kjörin á aðalsafnaðarfundi þann 8.maí sl.Áfram sitja í nefndinni þau Guðmundur Árnason formaður, Birgir Styrmisson varaformaður, Gestur Jónsson gjaldkeri, Stefanía Hauksdóttir ritari, Davíð Þ.

Aðalsafnaðarfundur

Aðalsafnaðarfundur Akureyrarkirkju verður haldinn strax að lokinni guðsþjónustu sunnudaginn 8.maí.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og kosningar.

Viðtalstímar prestanna og afgreiðslutími í Safnaðarheimili

Viðtalstími sr.Svavars A.Jónssonar sóknarprests er á þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum kl.11-12 og eftir samkomulagi.Viðtalstími sr.Jónu Lísu Þorsteinsdóttur prests er á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl.

Kirkjulistaviku að ljúka

Kirkjulistaviku 2005 lýkur sunnudaginn 24.apríl með þremur veglegum dagskráratriðum.Klukkan 11 er guðsþjónusta í Akureyrarkirkju þar sem sr.Jón A.Baldvinsson vígslubiskup predikar og flutt verður kantata eftir Bach.

Nýtt Safnaðarblað

Nýtt Safnaðarblað er komið út.Í því er meðal annars að finna lista yfir þau sóknarbörn sem fermast í apríl og maí og dagskrá Kirkjulistaviku 2005.Hægt er að lesa blaðið með því að smella á hnappinn "Tenglar" hér til vinstri.

Kirkjulistavika í apríl

Kirkjulistavika 2005 verður dagana 17.-24.apríl næstkomandi og er þetta í níunda skipti sem Listvinafélag Akureyrarkirkju heldur slíka kirkju- og menningarhátíð í samvinnu við ýmsa aðila.

Gleðilega páska

Prestar og starfsfólk Akureyrarkirkju óska sóknarbörnum og landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.Yfirlit um helgihald og aðra viðburði um páskana má finna í Dagskránni, á kirkjusíðu Morgunblaðsins, á sjónvarpsstöðinni Aksjón og hér til hægri.

Öflugt starf Stúlknakórsins

Allt innra starf Stúlknakórsins hefur verið mjög öflugt í gegn um tíðina og félagsstarfið skemmtilegt.Stúlkurnar hittast reglulega, ekki bara á æfingum og við messur, heldur við alls kyns skemmtanir og fjáröflunarstarfsemi.

Hádegistónleikar í Akureyrarkirkju

Eyþór Ingi Jónsson organisti heldur hádegistónleika í Akureyrarkirkju laugardaginn 5.mars kl.12.Á efnisskránni eru verk eftir Tarquino Merula, Johann Sebastian Bach, Johann Jacob Froberger og Nicolaus Bruhns.

Fjölbreyttur sunnudagur í kirkjunni

Sunnudagurinn 27.febrúar býður svo sannarlega upp á mikla og fjölbreytta starfsemi í Akureyrarkirkju.Um morguninn er guðsþjónusta þar sem þrír organistar koma við sögu og sömuleiðis sunnudagaskóli, en þangað eru börn sem verða 5 ára boðin sérstaklega velkomin að þessu sinni.