Mattias Wager á Sumartónleikum í Akureyrarkirkju

Sænski spunasnillingurinn Mattias Wager leikur á orgel Akureyrarkirkju á Sumartónleikum sunnudaginn 10. júlí kl. 17. Á efnisskránni eru verk eftir J. H. Roman, Ad Hammes, W. A. Mozart, O. Messiaen og Ch. M. Widor. Einnig mun Mattias leika af fingrum fram. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Sjá nánar á heimasíðu Sumartónleikanna; www.akureyrarkirkja.is/sumartonleikar