Fréttir

Fyrsti sunnudagur í aðventu: Guðsþjónusta og aðventukvöld

Sunnudaginn 3.desember, sem er fyrsti sunnudagur í aðventu, verður guðsþjónusta kl.11.  Kór Akureyrarkirkju syngur.  Organisti er Eyþór Ingi Jónsson og prestur sr.Svavar A.

Fjölskylduguðsþjónusta og æðruleysismessa

Síðasta sunnudag kirkjuársins, 26.nóvember, verður fjölskylduguðsþjónusta kl.11.  Súpa og brauð á eftir í Safnaðarheimilinu.  Prestur:  Sr.Sólveig Halla Kristjánsdóttir.

Sunnudagaskólahátíð ÆSKEY 19.nóvember

Nú á sunnudaginn býður ÆSKEY til hátíðar sem hefst í Brekkuskóla kl.10 með Pálínuboði.Venjan í Pálínuboðum er sú að hver og einn kemur með eitthvað góðgæti með sér og leggur á sameiginlegt hlaðborð sem allir gestir njóta síðan af.

Kirkjudagurinn: Hátíðarmessa kl. 14

Sunnudaginn 19.nóvember kl.14 verður hátíðarmessa í kirkjunni.  Tilefnið er afmælisdagur kirkjunnar en hún á 66 ára vígsluafmæli á þessu ári.  Kór Akureyrarkirkju syngur ásamt Stúlknakórnum.

Matthíasarvaka í tali og tónum

Klukkan 20.30 sunnudaginn 12.nóvember verður Matthíasarvaka í tali og tónum í Akureyrarkirkju.Meðal flytjenda eru Þórunn Valdimarsdóttir ævisagnaritari, Guðrún Ásmundsdóttir leikkona, söngvaskáldið Megas, Hilmar Örn Agnarsson organisti og Stúlknakór Akureyrarkirkju.

Fermingarbörn safna fyrir hjálparstarfið

Í dag, 6.nóvember, munu fermingarbörn um allt land ganga í hús með söfnunarbauka fyrir Hjálparstarf kirkjunnar.  Að þessu sinni beinist aðstoðin til bágstaddra í Úganda.

Allra heilagra messa 5. nóvember

Á sunnudaginn verður messa kl.11.  Fyrsti sunnudagur í nóvember kallast allra heilagra messa og þá er látinna sérstaklega minnst.  Einnig verður altarisganga.  Kór Akureyrarkirkju leiðir sönginn.