Fréttir

Hvítasunnuhelgin í Akureyrarkirkju

Laugardagurinn 3.júní Fermingarmessa í Akureyrarkirkju kl.10.30.Prestar eru sr.Svavar Alfreð Jónsson og sr.Hildur Eir Bolladóttir.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.

Fermingardagar vorsins 2018

Upplýsingar um fermingardaga vorsins 2018 og skráningarblað má nálgast hér. Upplýsingar um fermingarfræðslutímana finnur þú hér. .

Akureyrarkirkja helgina 27. og 28. maí

Laugardagur 27.maí Fermingarmessa kl.10.30.Prestar eru sr.Svavar Alfreð Jónsson og sr.Hildur Eir Bolladóttir.  Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.  Orgnisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.

Uppstigningardagur 25. maí

Messa í Akureyrarkirkju kl.14.00.Prestur er sr.Svavar Alfreð Jónsson.Kórinn Í fínu formi syngur undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur.  Kaffiveitingar í boði Sóknarnefndar í Safnaðarheimilinu að messu lokinni.

Sunnudagur 21. maí

Messa í Akureyrarkirkju kl.11.00.Prestur er sr.Guðmundur Guðmundsson.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.Guðsþjónusta á Lögmannshlíð kl.

Messa með portúgalskri og brasilískri tónlist í Akureyrarkirkju kl. 11.00

Í messunni mun portúgölsk tónlist hljóma.Sr.Svavar Alfreð Jónsson messar.Birkir Blær Óðinsson flytur Amar pelos Dois, Eurovisionlag Portúgala í ár.Elvý G.Hreinsdóttir syngur Heimalandið,(Ó Gente da Minha Terra), portúgalskt Fado við íslenskan texta Hannesar Sigurðssonar.

Aðalsafnaðarfundur Akureyrarsóknar

Aðalsafnaðarfundur Akureyrarsóknar verður haldinn í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju sunnudaginn 7.maí kl.12.30.Dagskrá fundarins : Gerð grein fyrir starfsemi og rekstri sóknarinnar á liðnu starfsári.

Fermingar vorsins 2018

Mánudaginn 22.maí nk.kl.20.00 verður haldinn fundur fyrir fermingarbörn vorsins 2018 (árg.2004) og foreldra/forráðamenn þeirra í Akureyrarkirkju.Á fundinum verður farið yfir starf vetrarins 2017-2018, en starfið hefst með fermingarferð að Vestmannsvatni, fermingardagarnir tilkynntir og tekið við skráningu í fermingarfræðsluna (skráningarblöð afhent á staðnum).