Listvinafélag


Listvinafélag Akureyrarkirkju var stofnað á afmæli kirkjunnar 17. nóvember 1991. Markmið félagsins er að styðja og efla listastarfsemi við Akureyrarkirkju og vinna að auknum tengslum kirkju og lista. Meginverkefni félagsins hefur verið að skipuleggja og halda Kirkjulistaviku, leggja Kirkjuvikunni lið og taka þátt í Sumartónleikum í Akureyrarkirkju. Einnig hefur félagið umsjón með hádegistónleikunum.