Fermingarstarf

Við upphaf skólaársins hefst fermingarfræðslan í kirkjunum. Þeir unglingar sem fermast í Akureyrarkirkju næsta vor munu mæta í fræðsluna á þriðjudögum eftir skólalok. Hóparnir verða þrír og mæta þriðja hvern þriðjudag eina og hálfa klukkustundir í senn og verður starfið byggt upp með svipuðum hætti og undanfarin ár. Börnin fá hressingu í Safnaðarheimilinu og síðan fer fræðslan fram bæði þar og í kirkjunni, en sr. Svavar Alfreð Jónsson hefur tekið saman fræðsluefni tengt gluggum Akureyrarkirkju.
Sem fyrr er fræðslan í höndum presta kirkjunnar. Hjálparstarf kirkjunnar verður kynnt rækilega meðal fermingarbarnanna og öll fermingarbörn fengin til að taka virkan þátt í því starfi með söfnunarátaki sem fer fram um allt land. Fermingarbörnin verða nokkrum sinnum í vetur boðuð sérstaklega til messu en auk þess eru foreldrar og forráðamenn þeirra eindregið hvött til að fylgjast með því að börnin sæki messur reglulega (að minnsta kosti sex sinnum yfir veturinn) og sömuleiðis til að koma sjálf með börnum sínum í kirkju.

Hópaskipting í fermingarfræðslu, á þriðjudögum, veturinn 2020-2021:

Hópur I:  Brekkuskóli kl. 15.15-17.00 
22. september., 13. október., 10. nóvember og 1. desember 2020
12. janúar., 2. febrúar., 23. febrúar og viðtöl 16. mars 2021

Hópur II:  Lundarskóli kl. 15.15-17.00
29. september., 20. október., 17. nóvember og 8. desember 2020
19. janúar., 9. febrúar., 2. mars og viðtöl 23. mars 2021

Hópur III:  Oddeyrarskóli og Naustaskóli kl. 15.15-17.00
6. október., 27. október (Oddeyrarskóli)., 3. nóvember (Naustaskóli)., 24. nóvember,  og 15. desember 2020
26. janúar., 16. febrúar., 9. mars og viðtöl 30. mars 2021


Söfnun Hjálparstarfs kirkjunnar er frestað fram yfir áramót. Nánari upplýsingar í tölvupósti þegar nær dregur. 

Fermingardagar 2021: má finna hér.