Fermingarstarf

Við upphaf skólaársins hefst fermingarfræðslan sem verður með sama sniði og síðastliðinn vetur. Það verður viðburður einu sinni í mánuði sem fermingarbörnin eiga að mæta á. 
Sem fyrr er fræðslan í höndum presta kirkjunnar en þar að auki fáum við góða gesti. Fermingarbörnin verða nokkrum sinnum í vetur boðuð sérstaklega til messu en auk þess eru foreldrar og forráðamenn þeirra eindregið hvött til að fylgjast með því að börnin sæki messur reglulega (að minnsta kosti átta sinnum yfir veturinn) og sömuleiðis til að koma sjálf með börnum sínum í kirkju. Í anddyri kirkjunnar eru blöð sem fermingarbörnin skrá sína mætingu. Það verða nokkrar leiðir í boði til að "stytta sér leið".

  • Hægt er að fá eina messumætingu í eitt skipti fyrir að koma í sunnudagaskólann með yngra systkini, frænda/frænku eða annað yngra barn sem unglingurinn þekki vel.
  • Hægt er að fá tvöfalda messumætingu í eitt sinn fyrir að koma í messu á aðfangadagskvöld, jóladag eða páskadag.
  • Hægt er að fá eina messumætingu í eitt skipti fyrir að koma á fund hjá æskulýðsfélaginu ÆFAK, en þau hittast vikulega á miðvikudagskvöldum kl. 20.00.


FERMINGARFRÆÐSLA VETURINN 2023-2024

Laugardagurinn 26. ágúst kl. 9.00-17.00: Fermingarbarnamót á Dalvík.
Fimmtudagurinn 28. september kl. 20.00: Fræðsla um sorg og sorgarviðbrögð fyrir fermingarbörn og foreldra.
Laugardagurinn 14. október kl. 11.00-14.00: Fermingarfræðsla.
Þriðjudagurinn 7. nóvember kl. 16.15-18.30: Söfnun hjálparstarfs kirkjunnar
Þriðjudagurinn 21. nóvember kl. 17.00-19.00: Jólabíó í Safnaðarheimilinu. 
Laugardagurinn 27. janúar kl. 10.00-17.00: Sjálfsstyrkingarnámskeið.
Laugardagurinn 10. febrúar kl. 11.00-14.00: Fermingarfræðsla.

Viðtöl:

Naustaskóli - 5. mars kl. 15.00, mæting í Safnaðarheimilið
Brekkuskóli - 12. mars kl. 15.00, mæting í Safnaðarheimilið
Lundarskóli og Oddeyrarskóli - 19. mars kl. 15.00, mæting í Safnaðarheimilið 

Fermingardagar 2024: má finna hér.