Fréttir

Kór Áskirkju á Sumartónleikum

Kór Áskirkju syngur á Sumartónleikum sunnudaginn 31.júlí, en það verða síðustu sumartónleikarnir á þessu sumri.Stjórnandi er Kári Þormar.Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson leika á Sumartónleikum

Íslensk ættjarðarlög í nýju ljósi Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson leika íslensk ættjarðarlög í eigin útsetninum, en þar gegnir spuni stórtu hlutverki.Á efnisskránni eru hefðbundin ættjarðarlög á borð við "Land míns föður" eftir Þórarin Guðmundsson, "Hver á sér fegra föðurland" eftir Emil Thoroddsen og þjóðsöng Íslendinga eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson.

Hymnodia syngur á Sumartónleikum

Þriðju tónleikar Sumartónleika í Akureyrarkirkju verða haldnir sunnudaginn 17.júlí, kl.17 Flytjendur að þessu sinni verða; Hymnodia ¿ Kammerkór Akureyrarkirkju stjórnandi: Eyþór Ingi Jónsson Á efnisskrá verða kórverk eftir : Arvo Pärt, Jaakko Mäntyjärv, Josquin Despréz, Pierre Attaingnant, Thomas Jennefelt, Heinrich Poo, Sergej Rachmaninov, Marco Antonio Ingegneri, Jakob Tryggvason og Davíð Brynjar Franzson.

Mattias Wager á Sumartónleikum í Akureyrarkirkju

Sænski spunasnillingurinn Mattias Wager leikur á orgel Akureyrarkirkju á Sumartónleikum sunnudaginn 10.júlí kl.17.Á efnisskránni eru verk eftir J.H.Roman, Ad Hammes, W.A.Mozart, O.