Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju og á Seli

Klukkan 11 sunnudaginn 14. ágúst verður guðsþjónusta í Akureyrarkirkju. Séra Svavar A. Jónsson þjónar en organisti er Eyþór Ingi Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Klukkan 14.30 sama dag verður síðan guðsþjónusta á Seli þar sem séra Svavar A. Jónsson þjónar einnig. Organisti er Jón Viðar Guðlaugsson.