Fréttir

,,Fjölbreytnin er sæt

Á Akureyrarvöku munu nokkrir söfnuðir taka þátt í sameiginlegri helgistund við Kirkjubæ kl.14.00.Söngur verður í umsjá Hjálpræðishersins, félaga úr Fíladelfíu og félaga úr Kórs Glerárkirkju undir stjórn Hjartar Steinbergssonar.

Fermingarfræðsla

Þessa dagana eru ungmenni úr Brekkuskóla, Lundarskóla og Oddeyrarskóla að hefja fermingarfræðsluna með ferð í Fermingarskóla á Vestmannsvatni.Þetta er í þriðja sinn sem fermingarbörnin eru boðuð að Vestmannsvatni, en reynsla okkar af þessum samverum þar er ákaflega góð.

Tónleikar kl. 20.00

Næstkomandi föstudagskvöld verða haldnir tónleikar í Akureyrarkirkju þar sem fram koma þau Margrét Brynjarsdóttir og Gísli Jóhann Grétarsson, en þau eru búsett í Svíþjóð um þessar mundir þar sem þau stunda nám í tónlist.

Fermingarfræðsla

Fermingarfræðslan hefst með ferð í Fermingarskóla á Vestmannsvatni.Farið er í þremur hópum og gistir hver hópur eina nótt.Þetta er í þriðja sinn sem fermingarbörnin eru boðuð að Vestmannsvatni, en reynsla okkar af þessum samverum þar er ákaflega góð.

Sunnudagskvöld í Akureyrarkirkju

Söng- og helgistund kl.20.30 í Akureyrarkirkju næstkomandi sunnudagskvöld, 10.ágúst.Prestur er sr.Jóna Lísa Þorsteinsdóttir.Rafn Sveinsson og Gunnar Tryggvason flytja létta trúarsöngva.