Fréttir

Kristjana og félagar á Sumartónleikum á sunnudaginn

Sunnudaginn 2.júli hefjast í tuttugasta sinn, Sumartónleikar í Akureyrarkirkju.Að þessu sinni eru eingöngu íslenskir flytjendur og er dagskráin fjölbreytt að vanda.Bæði eru það „gamalgrónir“ flytjendur og ennfremur ungt tónlistarfólk sem hefur nýlega hafið tónlistarferil sinn.

Fastir liðir í sumar

Guðsþjónustur í sumar verða hvern sunnudag, til skiptis kl.11 og 20:30.  Morgunsöngur er á þriðjudagsmorgnum kl.9.  Kyrrðar- og fyrirbænastundir verða í hádeginu á fimmtudögum og hefjast með orgelspili kl.

Guðsþjónusta 25. júní

Sunnudaginn 25.júní verður guðsþjónusta kl.11.  Félagar úr Kór Akureyrarkirkju leiða sönginn.  Prestur er sr.Óskar Hafsteinn Óskarsson og organisti Arnór B.Vilbergsson.

Morgunmessur og kvöldmessur í allt sumar

Í júní, júlí og ágúst skiptast sunnudagsmessurnar á að vera kl.11 og kl.20:30.  Er þetta gert til að sem flestir fái tækifæri til að taka þátt í helgihaldinu í sumar.

Sjómannamessa sunnudaginn 11. júní

Á sjómannadaginn, 11.júní, kl.11 verður árleg sjómannamessa.  Kvennakór Akureyrar leiðir sönginn við undirleik Arnórs B.Vilbergssonar organista.  Sjómenn lesa ritningarlestra og látinna sjómanna verður sérstaklega minnst í messunni.