Hvað á ég að kunna ?

Fermingarbörnin eiga að kunna: 

Faðir vor
Faðir vor, þú sem ert á himnum.
Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð.
Og fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum.
Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu.
Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen 

Postullega trúarjátningin
Ég trúi á Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar.
Ég trúi á Jesú Krist, hans einkason, Drottinn vorn, sem getinn er af heilögum anda,
fæddur af Maríu mey, píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur, dáinn og grafinn,
steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, steig upp til himna,
situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.
Ég trúi á heilagan anda, heilaga almenna kirkju, samfélag heilagra,
fyrirgefningu syndanna, upprisu mannsins og eilíft líf. 

Boðorðin tíu
Fyrsta boðorð Ég er Drottinn, Guð þinn, þú skalt eigi aðra guði hafa.
Annað boðorð Þú skalt eigi leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma.
Þriðja boðorð Halda skaltu hvíldardaginn heilagan.
Fjórða boðorð Heiðra skaltu föður þinn og móður.
Fimmta boðorð Þú skalt eigi mann deyða.
Sjötta boðorð Þú skalt eigi drýgja hór.
Sjöunda boðorð Þú skalt eigi stela.
Áttunda boðorð Þú skalt eigi bera ljúgvitni gegn náunga þínum.
Níunda boðorð Þú skalt eigi girnast hús náunga þíns.
Tíunda boðorð Þú skalt eigi girnast konu náunga þíns, þjón, þernu, fénað né nokkuð það sem náungi þinn á.

Tvöfalda kærleiksboðorðið
Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum.
Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. (Matt. 22.37-39)

Gullna reglan
Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. (Matt 7.12)