Opið hús fyrir eldri borgara á fimmtudag

Fimmtudaginn 6. október klukkan 15 verður opið hús fyrir eldri borgara í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Ræðumaður er séra Sólveig Halla Kristjánsdóttir. Unnur Helga Möller syngur einsöng. Að venju verða kaffiveitingar, hljóðfæraleikur og mikill almennur söngur. Ferð verður frá Kjarnalundi kl. 14.15, Hlíð kl. 14.30 og Víðilundi kl. 14.45.