Jóna Lísa kveður söfnuðinn á sunnudag

Sunnudaginn 11. september klukkan 14 verður guðsþjónusta í Akureyrarkirkju þar sem séra Jóna Lísa Þorsteinsdóttir kveður söfnuðinn. Kór Akureyrarkirkju og Stúlknakór Akureyrarkirkju syngja undir stjórn Björns Steinars Sólbergssonar og Eyþórs Inga Jónssonar. Eftir messu verður boðið upp á kaffiveitingar í Safnaðarheimilinu. Klukkan 20.30 verður svo æðruleysismessa í umsjá sr. Jónu Lísu. Arna Valsdóttir, Eiríkur Bóasson og Stefán Ingólfsson leiða almennan söng og annast undirleik. Að messu lokinni verður að venju hægt að rölta niður í Safnaðarheimilið og fá sér kaffisopa.