Fullorðinsfræðsla og lofgjörðarstundir í október og nóvember

Fræðslukvöld verða á fimmtudögum í október og nóvember 2005 í umsjá sr. Guðmundar Guðmundssonar, héraðsprests. Í október verður viðfangsefnið Heimilið - vettvangur trúaruppeldis. Þjóðkirkjan vinnur nú ásamt fleirum að verkefni sem nefnist Verndum bernskuna. Það verður umræðuefnið í október. Í nóvember verður unnið með tilfinningar og reynslutíma út frá nokkrum Davíðssálmum. Yfirskriftin er: Að bogna en bresta ekki. Samverurnar eru í fundarsalnum í Safnaðarheimilinu á fimmtudögum og hefjast klukkan 20. Þeim lýkur með lofgjörðarstund í kirkjunni klukkan 21 og er hún öllum opin. <P>Fræðslukvöld verða á fimmtudögum í október og nóvember 2005 í umsjá sr. Guðmundar Guðmundssonar, héraðsprests. Í október verður viðfangsefnið Heimilið - vettvangur trúaruppeldis. Þjóðkirkjan vinnur nú ásamt fleirum að verkefni sem nefnist Verndum bernskuna. Það verður umræðuefnið í október.</P> <P>Í nóvember verður unnið með tilfinningar og reynslutíma út frá nokkrum Davíðssálmum. Yfirskriftin er: Að bogna en bresta ekki.</P> <P>Samverurnar eru í fundarsalnum í Safnaðarheimilinu á fimmtudögum og hefjast klukkan 20. Þeim lýkur með lofgjörðarstund í kirkjunni klukkan 21 og er hún öllum opin. </P> <P>Fræðslan er fyrir alla sem njóta vilja og ekki þarf að skrá sig á námskeiðin. Frekari upplýsingar veitir sr. Guðmundur Guðmundsson í síma 462 6702 milli klukkan 10 og 12 virka daga.<BR></P>