11.10.2005
Við messu sunnudaginn 16. október klukkan 14 verða sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson og sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir sett inn í embætti presta við Akureyrarkirkju. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Björns Steinars Sólbergssonar og Sigríður Aðalsteinsdóttir syngur einsöng. Að messu lokinni verða kaffiveitingar í Safnaðarheimili.