Vetrarstarfið hefst á sunnudag

Vetrarstarfið í Akureyrarkirkju hefst formlega nú á sunnudaginn með fjölskylduguðsþjónustu klukkan 11. Milli klukkan 12 og 13 verður síðan opið hús í Safnaðarheimilinu þar sem boðið verður upp á léttar veitingar og starfsemi kirkjunnar kynnt. Klukkan 13 er svo fundur í kirkjunni með foreldrum væntanlegra fermingarbarna.<P>Stúlknakór Akureyrarkirkju syngur í fjölskylduguðsþjónustunni, sem prestarnir Sólveig Halla Kristjánsdóttir og Svavar A. Jónsson annast. Allir eru velkomnir og börnin fá afhenta kirkjubók frá sunnudagaskólanum. Stúlknakórinn mun einnig syngja í Safnaðarheimilinu í hádeginu þegar vetrarstarfið verður kynnt. </P>