Fréttir

Upprisuhátíð í Akureyrarkirkju

Upprisuhátíð verður nú haldin í þriðja skiptið í Akureyrarkirkju á páskadag.Hefst hún með hátíðarmessu í kirkjunni kl.8:00.Eftir messu verður boðið upp á kaffiveitingar í Safnaðarheimili.

Biblíulestrar í mars og apríl

Biblíulestrar hófust á ný í Akureyrarkirkju 26.mars sl.og verða fjórir talsins, á miðvikudögum kl.17.15.Umsjónarmaður er sr.Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur.Lestrarnir eru í formi hugleiðinga um píslarsögumyndir, en píslarsagan hefur verið túlkuð með ýmsum hætti í myndlist í aldanna rás.

Vikulegar kyrrðar- og fyrirbænastundir

Kyrrðar- og fyrirbænastundir fara fram í hádeginu á fimmtudögum í kirkjunni eða kapellunni.Stundin hefst með orgelleik kl.12 og henni lýkur um kl.12.30.Fyrirbænaefni eru skráð í sérstak bók og má koma þeim til presta.

Afgreiðslutími Safnaðarheimilis og viðtalstími presta

Safnaðarheimili Akureyrarkirkju er opið alla virka daga frá klukkan 9-12.Viðtalstími sr.Svavars A.Jónssonar er frá kl.11-12 alla virka daga nema mánudaga.Viðtalstími sr.Jónu Lísu Þorsteinsdóttur er frá kl.

Barna- og unglingastarfið

Í Akureyrarkirkju er rekið fjölbreytt barna- og unglingastarf á veturna.Sunnudagaskólinn er klukkan 11 og á mánudögum kl.16 hittast Kirkjusprellararnir, sem eru 6-9 ára.Tíu til tólf ára börn, TTT-hópurinn, hittast vikulega á mánudögum klukkan 17.

Fjör og fræðsla á Mömmumorgnum

Mömmumorgnar hafa áunnið sér fastan sess í vetrarstarfi Akureyrarkirkju.Mæður (og feður, því að þrátt fyrir heitið eru allir pabbar velkomnir) hittast í Safnaðarheimilinu alla miðvikudagsmorgna klukkan 10, fá sér kaffisopa og spjalla, en börnin fá safa og gnægð leikfanga til að fást við.

Helgihaldið í Akureyrarsókn um jól og áramót

Fjölbreytt helgihald verður í Akureyrarsókn um hátíðarnar að venju en prestarnir sr.Svavar A.Jónsson og sr.Jóna Lísa Þorsteinsdóttir messa í Akureyrarkirkju, Minjasafnskirkjunni, á FSA og Seli.

Jólaball í Akureyrarkirkju

Á annan í jólum veður dansað í kringum jólatréð hér í Akureyrarkirkju að lokinni fjölskyldumessu sem hefst kl.11.Börnin fá glaðning og svo er aldrei að vita nema einhverjir jólasveinar líti við.

Syngjum jólin inn!

Jólasöngvar Kórs Akureyrarkirkju sunnudaginn 15.des kl.17 og 20.30
.

Aðventukvöld í Akureyrarkirkju

Aðventukvöld verður í Akureyrarkirkju næstkomandi sunnudagskvöld og hefst kl.20.30.