Öflugt starf Stúlknakórsins

Allt innra starf Stúlknakórsins hefur verið mjög öflugt í gegn um tíðina og félagsstarfið skemmtilegt. Stúlkurnar hittast reglulega, ekki bara á æfingum og við messur, heldur við alls kyns skemmtanir og fjáröflunarstarfsemi. Foreldrastarfið er líka mjög öflugt og nýlega voru nokkrir foreldrar og stúlkur úr kórnum samankomnar eldsnemma á laugardagsmorgni til að baka baka kleinur. Steiktar voru yfir 4000 kleinur. Stúlkurnar gengu síðan í hús og seldu kleinurnar. Þær seldust upp enda með eindæmum góðar. Stúlkurnar hafa opnað eigin blog-síðu. http://blog.central.is/stulknakor/

Allt innra starf Stúlknakórsins hefur verið mjög öflugt í gegn um tíðina og félagsstarfið skemmtilegt.  Stúlkurnar hittast reglulega, ekki bara á æfingum og við messur, heldur við alls kyns skemmtanir og fjáröflunarstarfsemi.  Foreldrastarfið er líka mjög öflugt og nýlega voru nokkrir foreldrar og stúlkur úr kórnum samankomnar eldsnemma á laugardagsmorgni til að baka baka kleinur. Steiktar voru yfir 4000 kleinur. Stúlkurnar gengu síðan í hús og seldu kleinurnar.  Þær seldust upp enda með eindæmum góðar.

Stúlkurnar hafa opnað eigin blog-síðu.  http://blog.central.is/stulknakor/