Fjölbreyttur sunnudagur í kirkjunni

Sunnudagurinn 27. febrúar býður svo sannarlega upp á mikla og fjölbreytta starfsemi í Akureyrarkirkju. Um morguninn er guðsþjónusta þar sem þrír organistar koma við sögu og sömuleiðis sunnudagaskóli, en þangað eru börn sem verða 5 ára boðin sérstaklega velkomin að þessu sinni. Síðdegis kemur hundur nokkur gagnmerkur í heimsókn til væntanlegra fermingarbarna og um kvöldið verður æðruleysismessa með miklum söng og ljúfri tónlist. Einnig verður þá haldið sjálfstyrkingarnámskeið fyrir unglinga í safnaðarheimilinu.<P>Guðsþjónusta hefst kl. 11. Prestur er sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir og auk organistans Eyþórs Inga Jónssonar leika tveir nemendur Tónlistarskólans á Akureyri, þau Arnór Vilbergsson og Petra Björk Pálsdóttir, á orgelið. Á sama tíma er sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu í umsjá Öbbu og Höllu. Börn sem verða 5 ára á árinu fá afhenta bókina "Kata og Óli fara í kirkju". Guðsþjónusta verður á Hlíð klukkan 16. Klukkan 17&nbsp;kemur fíkniefnaleitarhundurinn Bassi í heimsókn til fermingarbarna ásamt Þorsteini Hauki Þorsteinssyni tollfulltrúa. Samveran verður í kirkjunni og er ætlast til að öll væntanleg fermingarbörn komi til hennar. Klukkan 19 hefst fundur í Æskulýðsfélaginu og þar heldur sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir sjálfstyrkingarnámskeiðið "Hver er ég?" sem er ætlað unglingum. Athugið breyttan fundartíma. Æðruleysismessa hefst svo klukkan 20.30. Prestur er sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir en um tónlistina sjá Arna Valsdóttir, Eiríkur Bóasson, Inga Eydal og Stefán Ingólfsson. Boðið verður upp á kaffisopa í safnaðarsalnum að messu lokinni.</P>