Fyrirlestur og fjölskyldumessa

Að lokinni kyrrðar- og fyrirbænastund í Akureyrarkirkju fimmtudaginn 10. febrúar heldur séra Sigurður Pálsson erindi í Safnaðarheimilinu. Það nefnist "Trúarsannfæring og umburðarlyndi" og hefst um kl. 12.30. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Hægt verður að kaupa léttan hádegisverð á vægu verði. - Sunnudaginn 13. febrúar verður fjölskylduguðsþjónusta í kirkjunni. Hana annast þau sr. Svavar A. Jónsson og Sólveig Halla Kristjánsdóttir. Báðir barnakórarnir syngja undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar organista.