Fréttir

Syngjum jólin inn!

Jólasöngvar Kórs Akureyrarkirkju


Jólasöngvar Kórs Akureyrarkirkju verða sunnudaginn 21.desember næstkomandi kl.17 og 20.30.Fyrir síðustu jól var ákveðið að bjóða upp á tvenna tónleika vegna frábærrar aðsóknar á undanförnum árum og gaf það mjög góða raun.

Afgreiðslutími Safnaðarheimilis og viðtalstímar presta

Safnaðarheimili Akureyrarkirkju er opið virka daga frá kl.9-12.Viðtalstími sr.Svavars A.Jónssonar er kl.11-12 alla virka daga nema mánudaga.Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir, sem leysir sr.

Flísvörukynning á mömmumorgni

Miðvikudaginn 26.nóvember verður Saumasmiðjan með kynningu á flísvörum á mömmumorgni í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju.Að venju er kaffisopi á boðstólum og safi handa börnunum.

Æðruleysismessa 23. nóvember

Sunnudaginn 23.nóvember kl.20.30 verður æðruleysismessa í Akureyrarkirkju.Prestur er sr.Elínborg Gísladóttir, en um tónlistina sjá m.a.þau Arna Valsdóttir, Eiríkur Bóasson og Stefán Ingólfsson.

Hádegistónleikar laugardaginn 8.11.

Laugardaginn 8.nóvember kl.12 heldur Björn Steinar Sólbergsson organisti hádegistónleika í Akureyrarkirkju.
Á tónleikunum flytur hann Ciacone í f-moll og Partítu eftir Johann Pachelbel og Konsert í h-moll eftir Walther/Vivaldi.

Mömmumorgunn 12. nóvember

Eyrún Ingvadóttir talmeinafræðingur kemur og spjallar við foreldra á mömmumorgni í Akureyrarkirkju miðvikudaginn 12.nóvember.Mömmumorgnar eru á hverjum miðvikudegi frá klukkan 10 til 12.

Samvera fyrir eldri borgara 6. nóvember

Þann 6.nóvember kl.15 verður samverustund fyrir eldri borgara í Safnaðarheimili.Barnakór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar, en ræðumaður verður Þráinn Karlsson leikari.

Afgreiðslutími Safnaðarheimilis og viðtalstími presta

Safnaðarheimili Akureyrarkirkju er opið alla virka daga kl.9-12.Viðtalstími sr.Svavars A.Jónssonar er kl.11-12 alla virka daga nema mánudaga.Viðtalstími sr.Jónu Lísu Þorsteinsdóttur er kl.

Prestur nýbúa predikar

Messa verður kl.11 sunnudaginn 19.október.Séra Toshiki Toma, prestur nýbúa, predikar, en séra Svavar A.Jónsson þjónar fyrir altari.Um kvöldið, kl.20.30, er æðruleysismessa í umsjá sr.

Hópastarf og námskeið

Tólf spora hópastarfið hefst mánudaginn 6.október kl.20.00 í Safnaðarheimili.Þann 12.og 13.október verður samskipta- og sjálfstyrkingarnámskeiðið "Konur eru konum bestar" haldið og loks má nefna hjónanámskeið, sem haldið verður í Safnaðarheimili fimmtudaginn 16.