Fyrirlestrar um Hallgrím Pétursson og Passíusálmana

Húsabakkaskóli í Svarfaðardal í samvinnu við Eyjafjarðarprófastsdæmi býður í febrúar upp á þrjá fyrirlestra um Hallgrím Pétursson og Passíusálmana. Enginn aðgangseyrir er að fyrirlestrunum og getur fólk mætt á þá alla eða einungis þá sem það velur. <H1>Fyrirlestrar um Hallgrím Pétursson og Passíusálmana</H1> <P>Húsabakkaskóli í Svarfaðardal í samvinnu við Eyjafjarðarprófastsdæmi býður í febrúar uppá þrjá fyrirlestra um Hallgrím Pétursson og Passíusálmana. Enginn aðgangseyrir er að fyrirlestrunum og getur fólk mætt á þá alla eða einungis þá sem þeir velja úr. Við viljum samt biðja fólk um að skrá sig í síma 466-1551 eða á netfanginu <A href="mailto:husabakki@dalvik.is">husabakki@dalvik.is</A> <B>í síðasta lagi mánudaginn 31. janúar</B>.</P> <P>Í framhaldi af þessum fyrirlestrum er hugmyndin að koma saman hópi fólks sem er tilbúið að lesa Passíusálmana í kirkjunum í Svarfaðardal og á Dalvík á föstudaginn langa.</P> <P><B>Fimmtudaginn 3. febrúar kl. 20:30 að Rimum</B><B></B></P> <P><STRONG>Líf og starf sr. Hallgríms Péturssonar </STRONG></P> <P><EM>Sigríður Munda Jónsdóttir sóknarprestur</EM> <EM>í Ólafsfirði</EM></P> <P>Ljós og skuggar í lífi sr. Hallgríms Péturssonar. Fjallað er um líf hans og starf. Sr. Sigríður Munda fjallar um reynslu sína af því að alast upp á sögufrægum stað, Saurbæ á Hvalfjarðarströnd.</P> <P><B>Fimmtudaginn 10. febrúar kl. 20:30 að Rimum</B><B></B></P> <P><STRONG>Píslarsagan og Passíusálmarnir</STRONG></P> <P><EM>Guðmundur Guðmundsson héraðsprestur</EM> <EM>Eyjafjarðarprófastsdæmis</EM></P> <P>Í fyrirlestrinum verður greint frá því hvernig passíusálmarnir byggja á píslarsögu Jesú Krists. Til útskýringar verða sýndar myndir af altaristöflum eftir þá feðgana frá Naustum, Hallgrím Jónsson og Jón son hans, og Arngrím Gíslason, málara, ofl. Hvernig tekst sr. Hallgrímur á við þjáninguna í sálmum sínum?</P> <P><B>Fimmtudaginn 17. febrúar kl. 20:30 að Rimum</B><B></B></P> <P><STRONG>Skáldið Hallgrímur Pétursson</STRONG> </P> <P><EM>Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur</EM></P> <P>Í fyrirlestrinum verður leitað svara við þeirri spurningu hvað hafi gert Hallgrím Pétursson að skáldi. Áhersla er lögð á uppvaxtarár hans í Skagafirði, jafnt í Gröf á Höfðaströnd sem á Hólum í Hjaltadal með vísun í aukna þekkingu á staðnum sem forleifauppgröftur þar er að leiða í ljós. Unglingsárin á erlendri grund eru einnig skoðuð og afdrifarík kynni hans af Guðríði Símonardóttur. Þau deildu kjörum til æviloka en numið verður staðar við lát yngsta barns þeirra og brottflutning skáldsins og fjölskyldu þess af Suðurnesjum í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd.</P> <P>Sjá einnig heimasíður: <A href="http://husabakkaskoli.ismennt.is/?category=36">http://husabakkaskoli.ismennt.is/?category=36</A></P> <P><A href="http://www.dalvik.is/birta_vidburd.asp?CID=126">http://www.dalvik.is/birta_vidburd.asp?CID=126</A></P>